Ummælin um nær engan útblástur bíla í Ameríku og vindorku án orkuskipta krefjast útskýringa.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varpaði fram tveimur fullyrðingum í Kryddsíldinni í dag, sem þarf að útskýra nánar. 

Hann sagði að nú um stundir blésu bandarískir bílar út aðeins ein prósenti af co2 miðað við fyrri tíma og þetta dæmi sýndi, hve sáralítil þessi mengun væri nú, miðað við það sem áður var. 

Þegar farið er í gögn um úblástur nýrra bandarískra bíla sést, að meðalútblástur bandarískra bíla núna er í kringum 160 grömm á ekinn kílómetra. 

Ef farið er aftur til þeirra tíma, þegar engar mengunarvarnir voru í bílum, fyrir 1965, sést, að þá voru alls um 150 milljónir bíla í heiminum. 

Sigmundur sagði margsinnis að það þyrfti að skoða þessi mál í heild. 

Gott og vel; allir jarðarbúar búa á einni plánetu og anda að sér úr einum lofthjúp og blása með bílum sínum út í þennan eina lofthjúp. 

Núna eru bílarnir á jörðunni ríflega 900 milljónir, eða um 6 sinnum fleiri en fyrir tíma mengunarvarna

Það þýðir, að ef útblásturinn á þeim tíma var 100 sinnum meiri en nú eins og skilja má af orðum SDG, hefur hver bíll þá þurft að blása út í grömmum talið 160 x 100 x 6, eða 100 kílóum á hvern ekinn kílómetra til þess að samanlagður útblástur þeirra væri meiri en samanlagður lagður blástur bílaflota veraldar nú.  

Sem sagt: Hver bíll fyrir daga mengunarvarna blés út heilum 100 kílóum af co2 á hvern ekinn kílómetra eða meiri þunga af co2 en nam öllu bensíninu á tanknum. 

Jafnvel þótt aðeins yrði borinn saman útblástur bíla innan Bandaríkjanna einna, einum verður útkoman svo fáránlega risavaxin, að þessi tala SDG krefst útskýringa.  

Þetta minnir á svipaða fullyrðingu um daginn um að hver strætisvagn blési út jafnmiklu co2 og 5700 einkabílar.  

Fullyrðing SDG um að vindmyllur geti ekki átt neinn þátt í orkuskiptum, og ýmsir, svo sem Halldór Jónsson henda á lofti í kvöld sem dásamlegum sannleika, þarfnast lika nánari útskýringar. 

 


mbl.is Áramót í nánd en heimsendir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú eru okkar verstu, sem og bestu ár.

Skuggi (IP-tala skráð) 31.12.2019 kl. 20:55

2 Smámynd: rhansen

þessi kona skrifar fra FLORIDA i DAG ..............

Anna Björg Hjartardóttir

5 klst. · 

 

Hér í Florida og alla leiðina frá Washington hefur bílinn okkar verið glansandi hreinn. Milljón ferðamenn eru hér og umferðateppur og hægagangur frá morgni til kvölds samt eru allar bílrúður hreinar og það sést ekki einn óhreinn bíll, hvergi, loftið hér er hreint og ferskt. Varð að gúggla og viti menn dregið hefur úr loftmengun um 78% sl 30 ár i Florida, flott tíðindi í USA.............Svo þetta er hárrett hja SDG ....OG VINDMILLUR KOMA EKKI TIL NEINNAR HJÁLPAR I ORKUSKIPTUM ..ÞAÐ ER LIKA RETT    Bara kynna ser málið   .

rhansen, 1.1.2020 kl. 01:06

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tölur um útblastur bíla í Florida og óhreinindi í lofti á malbikiðum vegum á leiðinni þaðan til Washington einhvern ákveðinn vetrardag segja ekkert um samtals útblástur á co2 í bílunum í öllum heiminum, því að öll lönd heims eru í sama lofthjúpnum.

Bílunum í heiminum hefur fjölgað úr 280 milljónum árið 1988 í rúmlega 900 milljónir núna, og eru núna meira en þrefalt fleiri en þeir voru fyrir 30 árum. 

Það verður að gefa upp, við hvaða ár er miðað þegar fullyrt er að co2 útblástur bíla í BNA sé aðeins 1% af því sem hann var fyrr á árum. 

Ómar Ragnarsson, 1.1.2020 kl. 02:39

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vindmillur eru þekktur orku-notandi.

1: Þær þarf að framleiða.

2: þær þarf að setja upp.

3: þeim þarf að viðhalda.

Nú myndir þú segja: en heyrðu, það sama gildir um stíflur, kola & olíu orkuverm jafnvel kjarnorku, hvernig má vera?

Jú, orkan sem kemur úr hverri vindmillu nær aldrei að dekka orkuna sem fer í framleiðzlu og viðhald.

Veður spilar inní.  Eða hvaða orð nota umhverfissinnar núna?  Hamfarir?  Ógn?  Eitthvað slíkt.  Það er ekki heldur alltaf næg hamfara-ógn til að knýja vindmillurnar.  Stundum of mikil.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.1.2020 kl. 03:09

5 identicon

"Jú, orkan sem kemur úr hverri vindmillu nær aldrei að dekka orkuna sem fer í framleiðzlu og viðhald."

Þú ert náttúrlega að grínast. En ef þetta er ekki grín þá sýnir fullyrðingin svo yfirgripsmikla vanþekkingu að það er ekki einu sinni fyndið.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 1.1.2020 kl. 13:48

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Bílunum í heiminum hefur fjölgað úr 280 milljónum árið 1988 í rúmlega 900 milljónir núna, og eru núna meira en þrefalt fleiri en þeir voru fyrir 30 árum. 

Er víst að þeir keyri allir sömu vegalengdir og þeir gerðu þá?

Halldór Jónsson, 1.1.2020 kl. 14:17

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Hér í Florida og alla leiðina frá Washington hefur bílinn okkar verið glansandi hreinn. Milljón ferðamenn eru hér og umferðateppur og hægagangur frá morgni til kvölds samt eru allar bílrúður hreinar og það sést ekki einn óhreinn bíll, hvergi, loftið hér er hreint og ferskt. Varð að gúggla og viti menn dregið hefur úr loftmengun um 78% sl 30 ár i Florida, flott tíðindi í USA.............Svo þetta er hárrett hja SDG ....OG VINDMILLUR KOMA EKKI TIL NEINNAR HJÁLPAR I ORKUSKIPTUM ..ÞAÐ ER LIKA RETT    Bara kynna ser málið   .

Maður sér ekki marga á hjólum í Florida Ómar minn.

Halldór Jónsson, 1.1.2020 kl. 14:19

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ásgrímur H. 

"Jú, orkan sem kemur úr hverri vindmillu nær aldrei að dekka orkuna sem fer í framleiðzlu og viðhald."

Aldrei er rangt orð. það eru til sæmilega hagkvæmar vindmillur og þær geta stundum verið mjög arðbær viðbót við orkuver sem eru fædd úr uppistöðulónum saman ber Búrfellsvirkjun. Vindmillur eru almennt sæmilega arðbærar á neti ef þær eru minni en 5% heildaraflsins en fari þær yfir það þarf að aðlaga og breyta öllu netinu sem gerir þær veri og verri eftir því sem hlutfalið hækkar . En raforkukerfi sem væri eingöngu byggt upp af vindmillum með rafhlöður sem buffer er vissulega alltaf nettó orkunotandi.

Guðmundur Jónsson, 1.1.2020 kl. 14:28

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er reynzla þjóðverja á vindmillum.  Þeir eru ekkert með lélegar vindmillur.

En hver vindmilla er mjög dýr og skilar mjög litlu afli, og það er alltaf möguleiki á logni og of miklu roki...

Kostnaðurinn hefur ekki skilað sér fyrir þá.  Þeir segja það sjálfir, séu þeir spurðir, að þetta er *orku-sóun.*  Og peninga sóun.

*Vindmillur eru almennt sæmilega arðbærar á neti ef þær eru minni en 5% heildaraflsins

Gildir ef þú átt vindmilluna sjálfur.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.1.2020 kl. 15:02

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég heurði brot úr viðtali við íslenska konu, Höllu að nafni, í útvarpinu sl. laugardag, sem býr með manni og börnum í Cambridge nálægt Harvard háskólanum og nýta þau hjónin menntun sína smáfyrirtæki. Þau hjónin nota eingöngu reiðhjól til að fara í og úr vinnu að sögn hennar, og svo mun um marga fleiri þar. 

Það getur verið hæpið að alhæfa um mál í víðfeðmu ríki eins og BNA er. 

Hvað vindmyllur snertir heldur enginn því fram að þær einar leysi orkuvandamál heimsins og hér á landi ríkir enn skaðleg óvissa um það hvernig standa eigi að nýtingu hennar, þegar skoðuð eru þau umhverfisvandamál, sem þarf að leysa. 

En það hafa verið sýndir á fundum hér heima nýjustu gerðir vindorkugarða, sem gefa orku á við Blönduvirkjun, sem á sínum tíma var talin með stórvirkjunum. 

Og stærsti vindorkugarður heims í Kína skilar einn af sér orku á við alla orkuframleiðslu Íslands. 

Í Færeyjum hefur verið reist eitt vindorkuver, sem er haganlega komið fyrir í þröngu landslagi á milli fjalla þar sem sjónmengun er í lágmarki. 

Ómar Ragnarsson, 1.1.2020 kl. 16:37

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vegalengdin 12-15 þúsund kílómetrar á ári sem meðaltals ekin vegalengd hvers bíls, hefur verið óbreytt í áratugi. 

Ómar Ragnarsson, 1.1.2020 kl. 16:38

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar minn dragðu nú blýið frá vigtinni og búðu til dæmi hve langt þú ekur bíl í dag á einum lítri. Skiptu svo heiminum upp í einingar hver mengar mest og enga höfða tölu bara tonn og reiknaðu svo út fyrst hve mikinn árangur Ísland skilar og hvort hann muni hjálpa á næstu  10 árum,100 árum eða milljón árum þegar allt er komið undir sjávarmál eða græna torfu. 

Ómar dæmi Elítunnar virkar ekki en dæmi fólksins með Metan gas mun bjaga allaveganna okkur á íslandi en loft gæðin munu aldrei breytast hvað sem við gerum af mannavöldum. 

Valdimar Samúelsson, 1.1.2020 kl. 17:52

13 identicon

"Í Færeyjum hefur verið reist eitt vindorkuver, sem er haganlega komið fyrir í þröngu landslagi á milli fjalla þar sem sjónmengun er í lágmarki. "

Þennan stað á Austurey í Færeyjum, og blasir við frá Þórshöfn, kalla Færeyingar Golgata.

Image result for eysturoy windmills

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 1.1.2020 kl. 18:58

14 identicon

Hérna er annars athygliverð síða:

https://windeurope.org/about-wind/daily-wind/

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 1.1.2020 kl. 19:00

15 Smámynd: Valdimar Samúelsson

 Góð síða með  Þorvaldur. https://windeurope.org/about-wind/daily-wind/ og sínir hve sólarpanelar eru óarðbærir  og ekki nema 6 til 8 klukkutíma ´nýtni á sólarhring. 

Valdimar Samúelsson, 1.1.2020 kl. 19:17

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessar þrjár vindmyllur eru alls ekki í þeim vindorkugarði, sem ég nefndi. 

Ómar Ragnarsson, 1.1.2020 kl. 20:03

17 Smámynd: Einar Karl

Var ekki Sigmundur að tala um mengun frá bílum AÐRA en koltvísýring? Því í beinu framhaldi klykkti hann út með að segja að koltvísýringur væri ekki mengun ...

Einar Karl, 2.1.2020 kl. 13:06

18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég var að enda við að horfa á Kryddsíldina, það er alveg ljóst að Sigmundur er að tal um mengun ekki CO2 eins og Ómar segir í færslunni. 

Vandinn er sá að þorri fólks nær ekki að meðtaka og skilur ekki að meira en 98% af útblæstri venjulegra bensínbíla er öll sömu efnin og eru í útöndun þess sjálfs. Af þessum 2% sem eftir eru er 3/4 hlutar CO sem verður allt að meinlausu CO2 á nokkrum vikum. þannig eru 99,5% útblástur bensínbíla meinlaus náttúrleg efni.

þau 0,5% sem eftir eru, eru að meirhluta auka efni sem koma í eldsneytinu sjálfu, taka ekki þátt í brunanaum eða hvarfast við O og verða X-O. Framfarirnar sem Sigmundur talar um eru aðallega vegna þess að eldsneytið sjálft er hreinna en líka vegna betri bílvéla.  

Guðmundur Jónsson, 2.1.2020 kl. 16:28

19 identicon

Enda hélt ég því alls ekki fram. En þegar sagt er: "Í Færeyjum hefur verið reist eitt vindorkuver, sem er haganlega komið fyrir í þröngu landslagi á milli fjalla þar sem sjónmengun er í lágmarki. ", þýðir það á mannamáli: Eina vindorkuverið í Færeyjum er  haganlega komið fyrir í þröngu landslagi á milli fjalla þar sem sjónmengun er í lágmarki. 

Svo er nú ekki. Hér er mynd frá Húsahaga:  http://www.sev.fo/Files/Billeder/sev/H%C3%BAsahagi%2011.jpg

Staðreyndin um vindmyllur er sú að þótt þær séu náttúruvænar eru þær ekki fallegar. 

Hvar er annars þessi ágæti faldi vindmyllulundur í Færeyjum?

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 2.1.2020 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband