Meira en tuttugu ára ferill?

Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera upplýsti í þætti um Boeing verksmiðjurnar að eftir býsna farsælan feril verksmiðjanna í áratugi, allt frá Boeing 707, 727, 747 og 737 hefði velgengnin byggst á forgangsatriðum , þar sem efst tróndu:  Öryggi - markaður - þægindi..  og í þessari röð. 

Eftir að Douglas verksmiðjurnar duttu út úr mestu semkeppninni kom mun erfiðari keppinautur í staðinn, Airbus, og viðbrögð Boeing voru þau 1998, að setja markaðinn efst á listann, ef brýn nauðsyn krefði. 

Þar með var opnað á hugsunarhátt og feril sem í gegnum nokkurra ára vandræði með Boeing 787 á sínum tíma hefur náð hámarki með Boeing 737 Max. 

Í stað þess að endurhanna miðjubotn og hluta vængja Boeing 737 800 svo að hægt væri að lengja leggina á hjólabúnaðinum og hækka stöðu vélarinnar á brautum og flughlöðum, var of stórum hreyflum, miðað við upphaflegu gerð vélarinnar, troðið framar og ofar á vængina og af því að þá reyndist flugvélin augljóslega óflughæf, hannað flókið og vandmeðfarið tölvukerfi sem gerði ekki viðunandi kröfur til færni þrautreyndra flugmanna, heldur bjó til möguleika á alveg nýrri hættu á því að vélin yrði stjórnlaus. 

Hið síðastnefnda var hluti af því vandamáli að endurhanna æfingarferli og fá nýja og vandaða lofthæfisvottun, sem reynt var að spara sér.

Endurhannað miðstykki vélarinnar myndi kosta margra ára töf, og því reyna menn allt sem mögulegt er til að sleppa með vandræða klastur, sem endurhannað tölvustýrt sjálfstýringarkerfi er.  


mbl.is Þotan „hönnuð af trúðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað galið. Mér finnst að í raun þurfi flugfélög núna, þegar þessar vélar verða teknar í notkun, að upplýsa hvaða tegund flugvélar sé að fljúga í því flugi sem maður ætlar að kaupa. Maður er að kaupa sér flugfar og mér finnst það vera réttur hvers og eins að geta ákveðið fyrirfram hvort maður vilji fljúga með tiltekinni tegund af flugvél eða ekki á grundvelli eigin öryggis.Valið á að vera hjá kaupanda.

Ragnar Thorarensen (IP-tala skráð) 10.1.2020 kl. 12:48

2 identicon

Og þetta er ekki bara MCAS.rafkerfið, það er frágangur á vírum er þannig að þeir eru í stóru knippi aftur í stéli og gæti kviknað í! Allt bull sem Boeing hafa sagt frá a til ö.

Og hæft fólk þarna sem skortir ekki það marg reyndi að tala tvo æðstu menn til. Yfirhönnuður Max var einn þeirra. En nei. Komdu henni í loftið og þeigiðu bara. Þetta var viðhorfið

Óli (IP-tala skráð) 10.1.2020 kl. 14:21

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Veistu Ómar hvort ekki er neinn takki í 737Max til að slá öllu bullinu út og handfjúga vélinni með rassinum eins og venjulegum pipercub?

Halldór Jónsson, 10.1.2020 kl. 15:19

4 Smámynd: Halldór Jónsson

En einhver könnun sem ég sá sýndi að 85 % farþega spáir ekkert í það hvaða flugvélategund þeir eru að fara um borð í? Skýrir það fastheldni Icelandair á tegundina?

Halldór Jónsson, 10.1.2020 kl. 15:21

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er af síðu NPR:

"The latest documents Boeing has released related to the design and certification of the 737 Max paint a dark picture of employee reactions to problems that came up during the development of the now-grounded airliners.

The documents include emails and internal communications. In one message, employees mock the Federal Aviation Administration and brag about getting regulators to approve the jets without requiring much additional pilot training.

In another document, an employee ridicules colleagues involved in the development of the troubled plane, saying, "This airplane is designed by clowns who in turn are supervised by monkeys."

Crashes of 737 Max airliners in 2018 and 2019 killed a total of 346 people.

Some of the most concerning messages involve discussions of problems with the company's Max flight simulators in which the company employees suggest they misled regulators about potential problems with the Max.

"I still haven't been forgiven by God for the covering up I did last year," one employee says in 2018, referring to an exchange of information with the FAA.

Another damning exchange calls into question the safety of the 737 Max long before the plane was approved to fly passengers.

"Would you put your family on a Max simulator trained aircraft? I wouldn't," says one employee to another, who responds, "No."

House Transportation Committee Chairman Peter DeFazio, D-Ore., called newly released documents "incredibly damning," adding that "they paint a deeply disturbing picture of the lengths Boeing was apparently willing to go to in order to evade scrutiny from regulators, flight crews, and the flying public, even as its own employees were sounding alarms internally."

A Boeing official said the communications were written by a small number of employees, primarily Boeing technical pilots and personnel involved with the development and qualification of Boeing's 737 Max simulators. Some of them are the same employees involved in sending other damaging emails and internal messages that were disclosed last year.

The company official said the language used and sentiments expressed in these communications "are inconsistent with Boeing values, and the company is taking appropriate action in response."

The FAA reviewed the documents for safety implications. "Our experts determined that nothing in the submission pointed to any safety risks that were not already identified as part of the ongoing review of proposed modifications to the aircraft," the FAA said in a statement.

The statement goes on to call the tone and some of the language contained in the documents "disappointing, [but] the FAA remains focused on following a thorough process for returning the Boeing 737 MAX to passenger service."

Halldór Jónsson, 10.1.2020 kl. 15:32

6 identicon

 þegar ég horfi á 737-Max að framan og-eða frá hlið, og tek eftir þessu svaka stóra ummáli á hreyflunum, ég kemst ekki frá því að spurja:'vernig getur þetta virkað ? ' ... og : 'verða turbínurnar ekki eins og ryksuga, og skópla allri lausamöl up af flugbráutinni ?' ...

bara fyrir utlitið finnst mér þessi flugvél ekki falleg, frekar ljót.

-Omar ! -þú minnist á Douglas, þeyra flugvéla er í minum hug sárlega saknað. .málið er, hvessvegna má ekki dreyfa flug-burðar-aflinu á 4 hreyfla í stað 2. (það gefur örygi við vélabilun, ef skaðinn er 1-úr-4 frekar enn 1-úr-2 turbinum)

-varðandi hæðarbil frá tarmac upí væng, dugar til samanburðar að parkera eina DC-8/63 og eina B-707 hlið við hlið, og smella í mynd. þar sésst alt sem seiga þarf.

.

Zig (IP-tala skráð) 10.1.2020 kl. 17:42

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á einum netmiðslinum um daginn mátti sjá myndir af þeim tveimur flugvélum, sem sambærilegar eru, þ. e. Boeing 737 800 Max og Aibus 320 neo, en þær eru báðar með þessa sömu, belgmiklu þotuhreyfla, sem gefa þá blöndu af afli og eldsneytiseyðslu, sem sparar allt að 20 % í samkeppninni á þeim hluta þotuflotans, þar sem fjölgu flugfarþega hefur verið mest og samkeppnin hörðust. 

Á þeirri mynd sást glögglega að Airbus þotan var með lengri hjólaleggi og hreyfillinn fékk því meira rými milli vængs og jarðar en á Boeingnum. 

Ómar Ragnarsson, 10.1.2020 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband