Er öll þessi slysa- og óhappahrina á sama deginum eðlileg?

Í dag fór vindur á Kjalarnesi í 35 metra á sekúndu í hviðum, sem er vel yfir fárviðrismörkum, og samsvarar hraða, sem er 120 km/klst en samt verður þar stóralvarlegt slys þar sem gámur losnaði aftan úr vöruflutningabíl og lenti á tveimur öðrum bílum. 

Í gangi höfðu verið stanslausar viðvaranir í gulum litum, og ótal leiðir fyrir alla á tímum snjallsímanna að skoða nákvæmar spár um vonskuveðrið, sem hefur einkennt þennan dag.

Er það eðlilegt að verið sé að flytja gáma á bílum við þessar aðstæður eins og ekkert sé með fyrirsjáanlegum afleiðingum? 

Í fréttum kemur fram í viðtali við mann, sem varð vitni að því klukkan ellefu að enda þótt lögregla vildi fara að fyrirmælum um lokun leiðarinnar yfir Hellisheiði og Þrengsli, var þrýstingur vegfarenda slíkur, að það var ekki gert, og auðvitað urðu afleiðingarnar þær að minnst 80 bílar urðu fastir eins og hráviði á leiðinni, bæði á veginum og utan í honum. 

Er þetta eðlilegt? 

Nyrst í Vatnsdal í Húnavatnssýslu og í Blönduhlíð eru þekktir óveðurskaflar á norðurleiðinni í hvössum austlægum áttum, sem standa ofan af bröttum fjöllum, og á báðum stöðum fjúka rútur út af veginum, þar sem annað slysið er grafalvarlegt stórslys með útköllum alls tiltæks björgunarliðs, þar á meðal björgunarþyrlu. 

Allt gerist ofanskráð á sama deginum beint í kjölfarið á stórfelldum hrakningum og björgunaraðgerðum tveimur dögum fyrr og hlýtur að vekja spurningar. 

Voru til dæmis bílbelti notuð í rútunni, þar sem svo virtist sem tugir hafi slasast og beinbrotnað?

Í öllum tilfellum síðustu dægrin hafa spár og viðvaranir reynst vera fullkomlega aðgengilegar, raunhæfar og með upplýsingum af öllum mögulegu tagi, sem áttu að koma í veg fyrir þessi ósköp og hefðu gert það, ef eftir spám og viðvörunum hefði verið farið. 

Er þessi útkoma viðunandi í landi, þar sem er mesta óveðrasvæði veraldar að jafnaði í janúar?


mbl.is Vesturlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Varla getur thetta talist annad en vítavert dómgreindar og kaeruleysi theirra sem óku thessum bifreidum. Áfram mun thessi endaleysa halda, thví á Íslandi hefur thad nánast engar afleidingar ad haga sér eins og kjáni og setja jafnvel líf og limi samborgara sinna í haettu. 

 Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 11.1.2020 kl. 06:15

2 identicon

Sæll Ómar.

Kann að vera að menn sjái fyrir sér
sumarveðráttu í janúar og áróður fyrir
hamfarhlýnun sé loks að bera árangur?

Er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir því?

Húsari. (IP-tala skráð) 11.1.2020 kl. 08:52

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í þúsundir skipta hefur það gerst í gegnum áratugina í janúar, að suðaustan stormuur með snjókomu breytist í sunnan storm með rigningu þegar skil vara yfir. 

Þá hefur þjappaður snjór á akvegum ævinlega geta breyst í flughálku eins og gerðist í gær á nákvæmlega sama tíma og spáð hafði verið lengi. 

Ómar Ragnarsson, 11.1.2020 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband