Gereyðing mannkyns líka fyrir mistök?

Í hinni mögnuðu kvikmynd um doktor Strangelove var varpað ljósi á þá hættu, sem vofði yfir, þegar tæknilega væri hægt að valda ólýsanlegu tjóni með nútíma vopnum. 

1983 stóð rússneskur eftirlitsmaður í herstöð austast í Síberíu frammi fyrir því að nokkrar eldflaugar stefndu hraðbyri frá Bandaríkjunum í átt að Rússlandi.  

Aðeins var um tvennt að ræða:  Að láta yfirstjórnina í Moskvu vita af þessu, - eða - að reikna með því að um bilun væri að ræða í töluvkerfi hinnar rússnesku herstöðvar væri að ræða og sjá til.

Með seinni kostinum var tekin sú áhætta að Bandaríkin fengu með því forskot á Sovétríkin í kjarnorkustríði, en með fyrri kostinum var líka tekin áhætta, að yfirvöld í Moskvu fengju ekki tíma til að taka aðra ákvörðun en að hefja sjálf kjarnorkuárás, heldur yrðu að bregðast við tafarlaust. 

Hinn vakthafandi foringi í rússnesku herstöðinni ákvað að aðhafast ekkert, og til allrar hamingju reyndist sú áhættusama ákvörðun hans sú rétta, - og sú eina rétta. 

En fyrir bragðið var hann rekinn úr stöðu sinni og að hlíta niðurlægingu innan hersins. 

Íraninn, sem nú er sagður hafa verið í þeirri aðstöðu að þurfa að taka ákvörðun af eða á á nokkrum sekúndum, af því að samskiptakerfið var í ólagi, tók þá ákvörðun sem leiddi til hörmulegs dauða 176 saklausra einstaklinga. 

Það er lúaleg afsökun hjá Írönum að kenna spennu af völdum dráps á yfirmanni íranska hersins um að þetta gat átt sér stað. 

En þá er þess að minnast, að hættan á kjarnorkustríði bæði 1983 og í Kúbudeilunni 1962 var líka afsökuð með því að óvenjuheitt væri í kolum Kalda stríðsins.

Í dag hafa kjarnorkuveldin viðbúnað fólginn í vopnakerfum, sem geta eytt lífinu á jörðinni, og mistök, röð af mistökum, eða stigmögnun atburða geta auðveldlega leitt til slíkrar eyðingar. 

Spurningin um slíka gereyðingu á ekki að líðast. Henni verður að svara sem fyrst og afdráttarlausast á þann veg að öryggi lífs á jörðinni sé tryggt, hvað þetta varðar.  

 

 

 

So


mbl.is Segjast hafa skotið vélina óvart niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Undarlegt að á tölvuöld skuli tölvustýrt loftvarnakerfi ekki geta borið rétt kennsl á farþegarþotu á sama tíma og auðvelt er fyrir almenning að fletta upp staðsetningum slíkra loftfara í rauntíma á vefnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2020 kl. 14:30

2 identicon

Það fyrsta sem þyrfti til að óvinveitt loftfar kæmist nálægt viðkvæmum stöðum væri að dulbúa það sem vinveitt og hættulaust. Sem ekki er erfitt á tölvuöld ef tölvur eiga að greina á milli. Hvað þá ef tölvukerfið á að trúa öllu sem er á netinu. Fær hakkari gæti þannig sagt orrustuþotur spörfugla eða sprengjuflugvél farþegaflugvél.

Þetta er ekki fyrsta farþegaþotan sem skotin er niður vegna spennu í samskiptum þjóða. Og loftárásir á æðstu menn þjóða eru vel til þess fallnar að skapa mikla spennu. Bandaríkjamenn og Rússar hafa skotið niður farþegaþotur án mikilla eftirmála. Og dragi Íranar einhvern til ábyrgðar þá er það meira en bæði Bandaríkjamenn og Rússar hafa gert þegar þeir hafa skotið niður farþegaþotur eða varpað sprengjum á almenna borgara vinveittra ríkja.

Vagn (IP-tala skráð) 11.1.2020 kl. 16:34

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rússar sendu orrustuþotur til að grennslast fyrir um farþegaþotu, sem þeir sögðu að hefði villst hér um árið inn í lofthelgi Rússlands við austurströnd landsins. 

Þessar orrustuþotur skutu farþegaþotuna niður og allir um borð fórust.  

Ómar Ragnarsson, 11.1.2020 kl. 21:08

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á Wikipedia er listi yfir áætlunarflugvélar, sem skotnar hafa verið niður í flugsögunni og eru nefndar þar 36 flugvélar, þeirra á meðal kóresk farþegaþota nálægt vestuströnd eyjarinnar Zakalín, sem sovéskar orrustuþotur grönduðu. 

Talið er að vegna mistaka flugmanna hafi hún villst inn í sovéskt loftrými. 

Þess má geta, að af 176 sem fórust við Teheran, voru 82 íranskir borgarar.  

Ómar Ragnarsson, 11.1.2020 kl. 21:16

5 identicon

Þegar menn eru farnir að skjóta eldflaugum á æðstu ráðamenn þjóða þá er sennilega stríðsástand réttara orð en spenna. Og því miður verður þessi þota ekki síðasta fórnarlamb þessa ástands. Stuðningsmenn Írans eru margir og Bandarísk skotmörk og stuðningsmanna Bandaríkjanna víða. Þetta hljómar eins og lélegur bspádómur, og er það, þó byggt sé að viðbrögðum þjóða eftir seinna stríð og mannlegri hegðun. Ég vænti ekki mikilla breytinga, en kraftaverk ske.

Bandaríkjamenn hafa ætíð átt í hinum mestu vandræðum með vígamenn sem ekki mæta í áberandi merktum búningum á afmarkaðan vígvöll móti vel búnum herflokkum, brynvörðum sakriðdrekum og fullkomnum orrustuþotum, því besta sem peningar geta keypt. Og þeim þykir fúlt þegar stríð eru ekki háð samkvæmt þeirra reglum og venjum um stríðsrekstur. Þegar þeir hafa tapað stríðinu en engri orrustu, tapað við fyrsta skot og þurfa að viðurkenna og sættast við það vilji þeir frið um sitt fólk hér á jörð.

Smá slagorðasúpa:

Þegar óvininum er sama hvað byssan þín kostar og er fullkomin þá sker hann þig á háls með gömlum ryðguðum hníf þar sem þú sefur.

Vinir þjóða lifa alla ráðamenn.

Sá vægir sem vitið hefur meira...þannig nær maður að stinga aftanfrá.

Sama hvað þú ert stór o0g sterkur, sparkir þú í liggjandi hund þá verður þú bitinn.

Vagn (IP-tala skráð) 12.1.2020 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband