Alveg tímabært í upphafi móts að tala um efni í gullaldarlið.

Eftir tvo tapleiki í röð á EM var eðlilegt að hægt væri að efast um þá fullyrðingu hér á síðunni að nú værum við að koma upp nýju gullaldarliði í handbolta. 

Eftir leikinn við Portúgal í dag sýnist hins vegar alveg tímabært að tala um efni í gullaldarlið, hvernig, sem framhaldið verður. 

Að koma liði niður á jörðina, sem var nýbúið að kjöldraga Svía á þeirra eigin heimavelli og á bullandi sigursiglingu sem það lið mótsins sem mest hefur komið á óvart, sýnir, að íslenski efniviðurinn í höndum Ólympíugullsþjálfara getur réttlætt góða bjartsýni.  


mbl.is Sigur gegn Portúgal í Malmö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband