Tólf sinnum minni sandflutningar en eru í Hálslón.

Sandflutningarnir miklu úr Landeyjahöfn eru miklir eins og greint er frá í tengdri frétt á mbl.is, alls 4,1 milljónir rúmmetra á áratug. halslon_leirfok_karahnjukur_1354309[1]

Fróðlegt er að bera þá saman við sandflutningana í Hálslón úr jökulánum Jöklu og Kringilsá. 

Í mati á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar var gert ráð fyrir 5 milljón rúmmetra burði af auri í lónið á hverju einasta ári. 

Það er tólf sinnum meira magn hið minnsta en nemur flutningi sands úr Landeyjahöfn. Orðin "hið minnsta" eru hér notuð vegna þess að vegna hlýnunar loftslags það sem af er þessari öld og miðað við það sem hefur blasað við á hverju sumri, er aurburðurinn í lónið miklu meiri en spáð var. Kringilsá. Vor 2010.

Myndirnar hér á síðunni gefa smá hugmynd um þetta ógnarmagn, sem á, miðað við hið aukna magn, eftir að fylla lónið að mestu upp á þessari öld og rýra miðlunargildi þess. 

Efri myndin er loftmynd, tekin seint í júni í því veðri, þegar lágt er í lóninu og mikill meirihluti þess á þurru, þar sem leirfok verður mest úr þurru lónstæðinu, en það gerist á bestu, hlýjustu, þurrustu og björtustu dögunum, sem koma helst í sunnan hnjúkaþey. 

Á myndinni er horft yfir norðurhluta lónsins þar sem leirfokið hylur þrjár stórar stíflur að mestu og rétt grillir í Sandfell og Syðri-Kárahnjúk.  

Þá er ekki verandi þarna niðri inni í leirfokinu. 

Neðri myndin er líka loftmynd, tekin í júní 2010 af stað, þar sem áður var um 150 metra djúpt gil með fossum Kringilsár, stuðlabergshömrum og grónum brekkum á báða bóga. 

Gilið hlaut nafnið Stuðlagátt en er þarna, aðeins þremur sumrum eftir að því var sökkt, orðið að mestu fullt af um 100 metra þykku aurseti. 

Við enda sandleiranna er Töfrafoss að byrja að sökkva í hækkandi lónið, því að þegar lónið er orðið fullt, nær það eins og augað eygir inn fyrir og í kringum staðinn þar sem fossinn er að sökkva, jafn langt og landið er sandi orpið á þessari mynd þar sem áður var þykk gróðurþekja. 

 


mbl.is Sandfjallið úr Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband