Loka vegi eftir dekkjabúnaði og / eða í aðra áttina í einu?

Í tengdri frétt á mbl.is er velt upp þeirri hugmynd að loka vegum eða vegaköflum ef þar getur verið "manndrápshálka" en einnig reifað, að vegna lengdar vegakerfisins og takmörkuð fjárráð og mannskap geti slíkt verið illmögulegt. 

Ef loka á vegi, þarf helst að hafa vakt á viðkomandi vegarkafla svo að þeir, sem loka veginum, geti fylgst með ástandi hans, svo að hægt sé að létta banninu af eða slaka á því ef aðstæður breytast. 

Einnig má valta því fyrir sér, hvort lokunin geti falist í því að bílum á aðeins allra best mynstruðu og negldu dekkjunum verði leyfð för. 

Síðan er sá möguleiki, að aðeins verði leyfð umferð í aðra áttina í senn til þess að minnka hættuna á að bílar, sem koma úr gagnstæðum áttum, rekist saman. 

En það eru auðvitað takmörk fyrir því hve miklu fé og mannskap er hægt að beita við svona stjórnun, jafnvel þótt hún felist aðeins í því að stöðva þá, sem vilja fara um veginn, skoða dekkjabúnað þeirra og upplýsa þá um ástand vegarins, því að oft átta ökumenn sig illa á því þegar ástand vegarins framundan fer versnandi.  


mbl.is Hefði hugsanlega átt að loka veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. Strætó vissi þetta, hve slæm færðin var milli Hornafjarðar og Víkur í Mýrdal á föstudaginn, og felldi niður ferðir á þessum kafla, í báðar áttir.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 20.1.2020 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband