23.1.2020 | 08:18
Spárnar rættust fullkomlega við Langjökul og voru engar "ýkjur".
Á sínum tíma var farið rækilega yfir það hér á bloggsíðunni, hvernig spár um vind og úrkomu rættust fullkomlega upp á klukkustund daginn, sem "hópur í vélsleðaferð varð veðurtepptur" við rætur Landjöklus eins og rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland kýs að orða það nú svo mildilega.
Og nú orðar hann álit sitt á spánum þannig, að "gul viðvörun hafi verið ýkjur."
Það er nefnilega það. Átján klukkustunda hrakningaferð þar sem björgunarsveitarfólk lýsti einstaklega erfiðum björgunaraðstæðum með orðum eins og "kolblint", skyggni 4-5 metrar, o. s. frv. voru þá "ýkjur"? Mátti þakka fyrir að enginn hlaut kalsár ofan á það að vera við dyr örmögnunar.
Þegar farið er grannt yfir það, hverju var spáð þennan dag, með því að skoða annars vegar veðurspána og hins vegar veðrið á veðurstððvunum á umræddu svæði, sést hið sanna greinilega, að það skall á foráttuveður með afleiðingum, sem sýndu, að gul viðvörun og spárnar að baki henni voru engar "ýkjur" eða smámunir, eins og hundruð vitna og myndir geta borið um.
![]() |
Ýkjur um gula viðvörun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Það þarf að setja björgunarsveitum
það lagaumhverfi að það varði sektum og/eða
tukthúsi ef minnstur vafi leikur á um að
útkall geti talist eðlilegt miðað við
upplýsingar um veður og færð og aðvaranir
í helstu fjölmiðlum.
Mér skilst hins vegar að Ferðamálastofa
hafi gefið út þennan úrskurð varðandi tiltekið
fyrirtæki sem var í umræðunni varðandi ferð á
Langjökul: "...uppfyllir formskilyrði laga um öryggisáætlanir."
Nú kemur sér vel að vera fáviti í öllu er viðkemur
ferðamálum og að geta kennt eigin örvitahætti um að
skilja hvorki upp né níður í hlutunum.
Húsari. (IP-tala skráð) 23.1.2020 kl. 09:19
Gul viðvörun miðast við þjóðvegakerfið þar sem almennir vegfarendur eru á ferð. Fólk með sæmilega dómgreind áttar sig á því að veðrið á hálendinu er oftast mun verra en á láglendi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.1.2020 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.