Á skjön við kenninguna um refurinn eyðileggi lífríkið?

Friðun refsins á Hornströndum hefur lengi verið gagnrýnd í ræðu og riti, og því verið meðal annars haldið fram, að stjórnlaus fjölgun hans sé ógn við lífríki svæðisins auk þess sem friðaða svæðið sé gróðrastía fyrir útrás sístækkandi refastofns þaðan í allar áttir, sem sé ógn á landsvísu.  

Gegn þessum kenningum hefur verið beitt þeirri spurningu, hvers vegna refurinn hafi ekki verið búinn að eyða lífríkinu í þau tíu þúsund ár eftir ísöld og fyrir landnám, sem hann var óáreittur af mönnum.  

Svarið við þeirri spurningu hljóti að vera, að þá hafi það gilt í náttúrunni, að stærð dýrategunda leiti að lokum jafnvægis í samræmi við afkomumöguleika hverrar tegundar fyrir sig. 

Ekki er því að neita að tilkoma minksins í lífríki Íslands olli miklum usla í lífríkinu, en me menn hafa fyrir löngu gefist upp við það verkefni að útrýma honum alveg, þótt veiðar á refnum og minknum séu almennt leyfðar. 

Nú berast þær fréttir, að refastofninn á Hornströndum sé að minnka þrátt fyrir allar hrakspárnar um að hann myndi þenjast svo út, að aðrar tegundir í lífríkinu yrðu fyrir stórfelldum skaða. 

Skýringarnar á minnkun stofnsins nú eru meðal annars þær, að í gangi sé að hluta til kenningin um að stofnstærð dýrategunda leiti jafnvægis í samræmi við möguleika til fæðuöflunar.   


mbl.is Færri óðul og aukin afföll yrðlinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti þessi speki átt við um lífríkið í hafinu, umhverfis okkur ÓMAR?

Björn. (IP-tala skráð) 30.1.2020 kl. 23:29

2 identicon

Björn; því hefur margur haldið fram, en sé stofn ofveiddur gildir hún ekki. Ofveiði á ref og mink hefur aldrei tekist, nema mér er tjáð að minkur hafi um tíma sýnt merki um ofveiði í Mývatnssveit.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 31.1.2020 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband