Dapur hvalur og hundraða milljón króna viðgerð.

Þegar háhyrningurinn Keikó, áður Willy, var heimsóttur þar sem hann lá við bryggju í byggðinni Halsa vestur af Þrándheimi eftir að hafa synt þangað frá Vestmannaeyjum, var hörmung að sjá hann. 

Allur þróttur var farinn úr honum þar sem hann lá þarna í einsemd sinni eftir einstæða heimsreisu. 

Enda átti hann skammt eftir ólifað og rótaði sér ekki þrátt fyrir nálægð kvikmyndatökuvélarinnar. 

Rándýr flutningur hans til Vestmannaeyja í risaþotu Bandaríkjahers í nafni herferðar með heitinu Save Willy! var mjög umdeildur vegna hins mikla kostnaðar sem fylgdi slíku verkefni.

En þó situr ákveðinn árangur eftir. Heimsþekkt kvikmynd og enn þekktara lag Michael Jackson auk dramatísks lífs þessa merka dýrs. 

Þegar Boeing 17 Globemaster risaþotunni með hvalnum var lent í Vestmannaeyjum virtist einhver ofmetnaður hlaupa í flugstjórann, því að hann vildi ekki lenda á þeirri braut vallarins, sem vindurinn stóð betur á, heldur á hinni, þar sem vindurinn stóð þvert á ofan af Sæfellinu, nokkuð sem vanir heimaflugmenn hefði ekki vogað sér að gera nema að lenda innar á brautinni. 

Fyrir bragðið hlunkaðist þess stóra vél svo harkalega niður á brautina að hún stórskemmdist.  

Í yfirliti yfir feril véla af þessari gerð er þessa atviks getið sem eins af meiri háttar óhöppum í notkun þessarar frábæru flutningaþotu. 

Varð viðgerðin á henni gríðarlega dýr.  

Helsti "árangur" Keikóverkefnisins var þó sá, að hún sýndi líklega vel að svona aðgerðir væru byggðar á misskilningi varðandi aðstæður hvala og fleiri dýrategunda. 

Nú eru hafnar deilur um meintan greftrunarstað Keikós í hinni norsku Hálsasveit, og kunna einhverjir að segja, að fyrir löngu sé nóg komið. 


mbl.is Telja gröf Keikós blekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Vonandi stilla menn sig um
að sprengja Rauðsgil í loft upp,
fæðingarstað Jóns Helgaaonar!

Húsari. (IP-tala skráð) 4.2.2020 kl. 16:20

2 identicon

Svo dirfast blaðamenn að kalla þetta fyribæri “íslandsvin”. Keikó var ekkert annað en vesæll svikari og af öllum þeim löndum sem hann hefði getað farið til þá valdi hann Noreg - NOREG þann auma jarðblett sem hefur ofsótt og fyrirlitið Ísland og Íslendinga allt frá þeim tíma er Ingólfur hrökklaðist hingað. Vonandi hefur hræ Keikos verið sprengt í loft upp, annað á hann ekki skilið.

Svo er spurning hvað verður um þær systur Litlu-Ljót og Litlu-Feit í Vestmannaeyjum þær eru vísar með flýja líka við fyrsta tækifæri rétt eins og svikarinn Keiko. Réttast væri að skella þeim á grillið meðan lag er.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 4.2.2020 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband