Gullmolar og speki á hátíð, sem oft er gagnrýnd fyrir innantómt glys.

Samstarfsmaður Hildar Guðnadóttur við gerð einnar af helstu verðlaunamyndum Óskarshátíðarinnar 2020 flutti þakkarræðu, sem lyfti hátíðinni upp á annað plan en hátíðin hefur stundum verið gagnrýnd fyrir að vera, full af langdregnu og yfirborðskenndu glysi og sjálfhverfu. 

Stemningin í salnum er auðvitað skiljanleg; þetta er árleg uppskeruhátíð fólks, sem hefur lagt á sig ómælt erfiði, oftast áratugum saman, til þess að skapa ómetanleg andleg verðmæti með sjón-og tónlistina að vopni.

Þegar við þetta bætist þakkarræða full af speki þess karlleikara, sem hreppti Óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki, auk minnisverðra atriða, sem glöddu huga og hjarta. 

Sem betur fer geta óvæntir gullmolar á Óskarnum orðið ekki síður eftirminnilegir en hinar innihaldsríku verðlaunakvikmyndir, sem þar er hampað.  


mbl.is Sjálfhverf heimsmynd mannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér finnst of mikill drungi yfir þessarri tónlist.

Ég hef meiri áhuga á handritum kvikmynda.

= Hvaða HANDRIT geymir DÝPSTA BOÐSKAPINN /VEGANESTIÐ inn í framtíðina?

Er einhver kvikmynd sem að er að göfga og fegra mannlíf jarðarbúa?

Jón Þórhallsson, 10.2.2020 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband