"Hlutir á flugbrautinni" geta orðið alvarlegustu atriðin.

Ástand flugbrauta er eitt af mikilvægustu atriðinum í öryggismálum flugsins og getur jafnvel orðið afdrifaríkara en ástand flugvéla, sem hlutir losna og falla af. 

Megin ástæðan er sú, að í flugtakinu og lendingunni sjálfri ná þotur yfir 200 km/klst hraða, og á þeim tímapunkti, getur verið viðkvæmasti hluti alls flugsins. 

Þekktasta dæmið um áhrif "hluta á flugbrautinni" er líklega hlutur úr farþegaþotu, sem féll af henni í lendingu á Parísarflugvelli á undan einhverju mesta og versta slysi flugsögunnar, þegar Concord þota full af farþegum fórst skömmu síðar eftir flugtak á sömu flugbraut, þar sem aðskotahluturinn lá á brautinni. 

Það slys eitt og sér kostaði ekki aðeins líf allra um borð, heldur batt það enda á aldarfjórðungs glæstan feril Concorde þotnanna og þar með á þann kafla flugsögunnar, þegar flogið var með fólk í áætlunarflugi á tvöföldum hraða hljóðsins með öllum þeim kostum, sem slíku flugi gat fylgt. 

Sjálf Concorde þotan var ótrúlega vel heppnuð smíð, en það var dýrt að fljúga með þessari listasmíð.  

Afar umfangsmikil rannsókn slyssins leiddi í ljós, að tiltölulega lítill hlutur losnaði og féll af Douglas þotu á flugbrautina í lendingu og lá þar án þess að hans yrði vart. 

Eins og oft vill verða var það röð ótrúlegra tilviljana, sem olli því að í flugtaki Concorde þotunnar á rakst eitt lendingarhjólanna í þennan hlut, sem lá á brautinni.

Hann var það lítill, að flugstjórarnir sáu hann ekki, en hann sprengdi einn hinna mörgu lendingarhjólbarða undir Concorde vélinni, svo að stór hluti hjólbarðans sogaðist upp í opið hjólahólfið og lenti af nægilegu afli neðan á eldsneytisgeymi, sem þarf var til þess að gat opnaðist á geyminum og eldsneyti streymdi út. 

Það eitt er samt ekki talið hafa getað nægt til að kveikja eld; til þess þurfti neista.

Og rannsóknin í ljós að aðskotahluturinn, sem sprengdi hjólbarðann, skaust upp og lenti á kapli, sem lá út í hjólabúnaðinn og tengdi hann við stjórntækjakerfi vélarinnar. 

Þegar flugstjórinn reyndi að taka hjólin upp, virkaði sambandið ekki og hjólin voru áfram niðri.

Hins vegar stóð neistaflug út úr vírendunum, sem slógust til og frá og lentu saman með neistaflugi sem kveikti í eldsneytinu sem gusaðist aftur af vængnum. 

Of seint var að hætta við flugtakið og þetta gerðist á versta hluta flugtaksins þar sem þotan er á um 300 km/klst hraða og of seint var að hætta við flugtak. 

Eftir strembið flugtak þar sem erfitt var að halda hraða og stefnu við dvínandi vélarafl vinstra megin, og flug á logandi þotunni með vaxandi eldhaf aftur úr vinstri væng, var of löng vegalengd inn til nauðlendingar á Le Bourget flugvelli, sem var aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð. 

Eftir slysið voru gerðar svo gagngerar endurbætur á Concorde þotunum að hafið var flug á þeim að nýju og öryggi þeirra talið borgið.

En hið mikla slys olli því að eftirspurnin eftir flugi með þeim hafði minnkað svo mjög, að saga þeirra var á enda. 

 


mbl.is Hlutir úr hjólastelli fundust á flugbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. Stykkið á brautinni bar rúmlega 40cm langt úr titanium of mótorhlíf af Continental DC-10 flugvél, sem sprengdi dekk og stykki úr dekkinu skaust á ógnarhraða upp undir vænginn þar sem var eldsneytistankur. Höggið varð til þess að höggbylgja með þrýstingi gekk um tankinn sem varð til þess að sprungur mynduðust þar sem hann var veikastur fyrir, og þá fór eldsneyti að leka og úr varð mikill eldur 

Davíð (IP-tala skráð) 10.2.2020 kl. 20:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kærar þakkir, Davíð, fyrir athugasemdinga, sem fékk mig til að fara að nýju yfir slysið á Air France 4590 og orsök þess og skrifa aðeins lengri og ítarlegri lýsingu samkvæmt skýrslum um þetta atvik.  

Það var rétt munað hjá mér, að aðskotahluturinn, sem lá á bráutinni, skaust upp á við eins og stórt stykki úr hjólbarðanum, sem hann hafði sprengt, og þessi hluti úr annarri þotu skapaði neista þegar hann lenti á og skar í sundur leiðslu, sem tengir hjólabúnaðinn við stjórntæki þotunnar. 

Við það að vírendarnir slógust til, sköpuðu þeir neistaflug við það að rekast saman, en það þurfti neista til að kveikja í eldsneytinu, sem fossaði úr hinum laskaða geymi í vængnum fyrir ofan opið hjólahúsið. 

Höggið og rifan, sem kom á geyminn, var í rannsóknarskýrslunni ekki hafa getað eitt og sér leitt til þess að kveikja eldinn, sem grandaði vélinni. 

Í 

Ómar Ragnarsson, 10.2.2020 kl. 23:45

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í fréttinni um íslensku vélina er ekki um að ræða aðskotahluti á flugbraut sem hún gæti hafa rekist á, heldur hluti sem beinlínis duttu af henni við lendinguna. Með því að greina hvar hlutirnir lentu eru hugsanlega hægt að komast nær orsökum þess að þeir losnuðu til að byrja með.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2020 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband