Viðvörunarþjónusta er nauðsynlegur hluti af ferðaþjónustu.

Síðuhafi hefur langa reynslu af því hve það getur verið erfitt fyrir útlendinga að skilja íslenska veðráttu og aðstæður.

Það sem gerir þetta snúið er að þetta fer ekki endilega eftir menntun og reynslu þeirra og er stundum erfitt að skilja, hvernig útlendingar, sem hafa ferðast víða um álfur virðist stundum fyrirmunað að skilja jafnvel einföldustu staðreyndir. 

Þá getur verið vandasamt að finna einhverjar staðreyndir, sem þeir þó hljóti að skilja. 

Það nýjasta gæti til dæmis verið að vara við hvassviðri. Á íslensku berangri af margvíslegum gerðum eru skilyrði oft miklu verri en er í öðrum löndum sem eru vaxin skógi að stórum hluta. 

Ef útlendingi er til dæmis sagt frá því, að í snarpri lægð eins og asalægðinni, sem óð hér yfir í gærmorgun, hafi vindhraði komist orðið fjórum sinnum meiri þar sem hann varð mestur hér en mesti vindhraði sem þetta erlenda fólk þekkir, er kannski von um skilning. 

Sá vindhraði þýðir til dæmis að algengar sex tveggja hrayfla flugvélar komist ekkert áfram með slíkan vind í nefið. 

Nýlega var greint hér á síðunni frá einum þekktasta sjónvarpsmanni Belgíu, sem hingað kom til að gera ferðaþátt. Hann hafði gert ferðaþættir um slóðir víða um heim, þar sem verulega reyndi á færni og dugnað manna eins og hans. 

Skemmst er frá því að segja, að blessaður maðurinn gat ómögulega skilið hvaða áhrif það hefði á dagsbirtu fyrir ferð hans hér að velja sér ársbyrjun til ferðalagsins. 

Vikum saman fóru tölvupóstar á milli mín og hans um það að í svartasta skammdeginu væri ekki hægt að tala um daga, heldur sólarhringa þar sem sólarupprás nálægt hádegi breyttist einfaldlega yfir í sólarlag strax eftir hádegi án þess að sólin hefði fengið tækifæri til að komast upp fyrir sjóndeildarhringinn. 

Þótt honum væru send töluleg gögn um sólargang og þá meðaltalsstaðreynd, að í jánúar væri dýpsta þekkta loftþrýstingslægð veraldar, sem erlendis væri kennd við Ísland, skammt fyrir suðvestan land, en yfir Grænlandi hins vegar næst hæssta loftþrýstingshæð heims. 

Óhjákvæmileg afleiðing væri mesta rokrassgat heims að meðaltali. 

Við hverja aðvörun hopaði hann að vísu aðeins með leiðangurinn, en var undra fljótt kominn aftur í sama farið og fyrr. Hann hreinlega skildi þetta ekki. 

Hann kom í febrúar, tveimur mánuðum fyrr en honum hafði verið sagt að væri ráðlegt, og fyrir einskæra heppni verð það, að hann flaug beint frá Evrópu til Akureyrar og gat með hjálp þrautreyndra Íslendinga skrapað saman örfáum nothæfum tökudögum fyrir norðan og austan. 

Þessi þáttagerðarmaður naut þess í sinni Íslandsferð,  að með því að fá bestu mögulegu þjónustu hér á landi, komst hann hjá því að fara hingað í algera fýluför, miðað við þá ferðaáætlun, sem hann bar á borð í upphafi. 

Af þessum sökum er mikilvægt að huga að því, að góð ráð og aðstoð við er útlendinga við gerð ferðaáætlana þeirra er ómissandi liður í því síðari hluta orðsins ferðaþjónusta.  


mbl.is Flæmdu ferðamenn af Sólheimasandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband