20.2.2020 | 13:11
"Ekki hægt að éta kökuna og eiga hana síðan."
í ofangreindum ummælum útlendings, sem rætt var við í Kveik í fyrrakvöld, átti hann við þá mótsögn, að íslensk orkufyrirtæki, sem telja sig framleiða endurhýjanlega og hreina, græna orku, selji svokallaðar upprunaábyrgðir á evrópskum markaði og taki með því upp tvöfalt bókhald hjá sér sem orki verulega tvímælis.
Í því bókhaldi, er þessi verslun með upprunaábyrgðir þannig bókfærð, að hinn erlendi kaupandi veifar vottorðinu um hreinu orkuna í sínu bókhaldi, en íslenska orkufyrirtækið setur orkuöflun úr kjarnorku, kolum eða olíu inn í orkureikinga sína til handa innlendum orkukaupendum, en heldur áfram að guma af notkun hreinna orkugjafa í sölu orkunnar á erlendum markaði.
Bókhaldið væri að vísu líka skakkt, þótt ofangreint trix kæmi ekki til, heldur stunda sum íslensku orkufyrirtækin rányrkju á orkulindunum, einkum við nýtingu hennar fyrir gufuaflsvirkjanir.
Á öllu svæðinu frá Reykjanestá norður til Hellisheiðar og Nesjavalla er sú forsenda fyrir nýtingu látin nægja, að orkan endist í 50 ár, en það er augsjáanlega langt frá því að standast kröfur, sem gerðar eru til sjálfbærrar þróunar.
Nú þegar, eftir um 15-20 ára nýtingu háhitasvæðanna, fer orka þeirra dvínandi svo mjög, að til dæmis Hs orka er í óða önn að undirbúa vatnsaflsvirkjanir um allt land, allt frá Hvalárvirkjun á Vestfjörðum ausstur í Skaftárhrepp.
Athyglisverð voru þau ummæli forstjóra Landsvirkjunar við gangsetningu Þeystareykjavirkjunar, að hún hefði getað orðið miklu stærri en hún varð.
En með tilliti til þess að hún entist lengur, yrði 90 megavatta afl látið nægja til að byrja með.
Þetta þýðir viðurkenningu á því að ekki sé hægt að éta kökuna alla og eiga hana jafnframt áfram.
Og á líka í raun við um þá fullyrðingu að öll orkuöflun á Íslandi sé 100 prósent græn, endurnýjanleg og hrein.
Sala á upprunaábyrgðum grafi undan ímynd Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í minni sveit þótti lítilmannlegt að hafa fé af einfeldningum.
SH (IP-tala skráð) 20.2.2020 kl. 18:19
Ef litla Ísland getur svindlað svon gróflega á kerfinu
þá er erfitt að trú því að stóru spilararnir hjá ESB sem hönnuðu þetta kerfi séu ekki að maka krókinn á þessu einsog öðru sem þeir hafa komið á í gegnum regluverkið í Brussel
Grímur (IP-tala skráð) 20.2.2020 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.