Á norrænan mælikvarða er Sanders hægra megin við miðju.

Þótt stefna Bernie Sanders sé hægra megin við miðju á íslenskan og norrænan mælikvarða, er það ekki það sem skiptir máli fyrir kjósendur í Bandaríkjunum, því að myndi meðaltalsstefnan lenda úti á hægri væng. 

Ef Sanders verður útnefndur frambjóðandi Demókrataflokksins verður hann að fá með sér varaforsetaefni, sem er sem næst miðjunni og þar að auki verður Sanders að sveigja stefnu sína sem næst miðjunni.  

Í forkosningunum 2016 höfðuðu bæði Sanders og Trump til óánægjufylgis, sem var fráhverft því tákni kerfisins sem mörgum þótti Hillary Clinton vera. 

Ef Sanders getur fiskað til sín óánægjufylgi í baráttu við Trump gæti slíkt haft áhrif. 


mbl.is Sanders vann stórsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að gera eingöngu út á óánægju

líkt og flestir litlu flokkarnir á Íslandi gera

mun skila litlu

Þar að auki þá er venjulegt fólk í USA bara hæstánægt með Trump 

Grímur (IP-tala skráð) 23.2.2020 kl. 16:14

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

 Það er merkileg árátta að reyna alltaf að fegra vinstri frambjóðendur.  Bernie Sanders er ekki hægra megin við miðju á Íslandi, á Norðurlöndunum eða nokkurs staðar að mínu mati.

Sanders er einfaldlega gamaldags sósíalisti og hættulegur sem slíkur. Eignaupptökur og ríkisstörf handa öllum (sem vilja) er ekki pólítíkin sem gengur á Norðurlöndunum, né Íslandi, nema langt til vinstri við miðjuna.

Líklega ætti vel við að nota "öfga vinstri" maður um Bernie, en í Íslenskum fjölmiðlum virðist "öfga" aðeins notað um þá sem eru til hægri.

Sem er svo annað mál hvernig "vinstri/hægri" flokkunin er.

G. Tómas Gunnarsson, 23.2.2020 kl. 19:44

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nei nei nei.  Sanders er leftisti.  Vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn, allavega eins og hann var.  Lengst vinstra megin vð hin norðurlöndin.

Og það sem verra er, hann er umkringdur allskyns mjög svo raunverulegum kommúnistum.  Ofbeldismönnum.

Hann mun rústa hagkerfinu, eins og vinstri manna er siður.

Og það veit kaninn.

Trump fær sennilega meira fylgi en seinast.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.2.2020 kl. 20:59

4 identicon

Sæll Ómar.

Ekki þarf að kvarta yfir því
að stjórnandi vefseturs þessa
nái ekki að toppa sig í fjarstæðum; absúrdisma og hreinum súrrealisma!

Hverjum er ekki slétt sama hvort þetta elliæra gamalmenni
er eintrjáningur við yztu annnes eða norðan við helvíti?!

Sennilega endar þetta með því að Repúblíkanaflokkurinn
verður að hlaupa undir bagga með demókrötum með því t.d. að
styðja glaseygða ungstirnið Pétur smérauka til áhrifa; -
ellimáladeild demókrataflokksins er harmleikur sem ekki er bjóðandi uppá
í næstu kosningum.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.2.2020 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband