26.2.2020 | 21:34
Jarðarbúar eru orðnir góðu vanir.
Þegar dánartölur verstu drepsótta síðustu aldar hjá hinum þróuðu þjóðum heims eru skoðaðar, virðist dánartíðnin af völdum COVID-19 veirunnar aðeins vera brot af því, sem til dæmis gerðist í spænsku veikinni, en í þeirri drepsótt létust fleiri en á vígvöllum Fyrri heimsstyrjaldarinnar.
COVID-19 veldur hins vegar jafn miklum usla og raun ber vitni, vegna þess að læknavísindi nútímans hafa náð svo miklum árangri í baráttunni við farsóttir eins og flensu, að fólk er orðið vant því öryggi og áhyggjuleysi, sem heilbrigðiskerfið færir því.
Þar að auki felst samfelldur og mikill vöxtur ferðaþjónustu og viðskipta um allan heim í því að ekkert sé að óttast á þessu sviði.
Þegar það virðist ætla að breytast, þarf aðeins tiltölulega litla vá á fyrri tíma mælikvarða til að setja allt úr skorðum og valda samdrætti í efnahagslífi hins samannjörvaða hagkerfis samskipta og verslunar.
Kannski eru jarðarbúar orðnir of góðu vanir.
Það segir sína sögu að 53 smitaðir í San Fransisco kalla fram neyðarástand, en miðað við mannfjölda San Fransisco og Reykjavíkur, samsvarar sú tala um það bil einum smituðum manni á höfuðborgarsvæði Reykjavíkur.
Kannski eru jarðarbúar orðnir of góðu vanir.
Lýsa yfir neyðarástandi í San Francisco | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar.
Stjórnmálamenn þar vestra verða að lýsa yfir neyðarástandi til að virkja efnahagslega og starfrænt það alríkisapparat sem taka á við og á vandanum, þegar og ef hann sýnir sig.
Þetta er formsatriði í stjórnsýslunni. Þetta er fyrsta skrefið í viðbrögðum og til þess gert að opna fyrir aðkomu alríkisstjórnarinnar, ef á þarf að halda. Fjárlög alríkisstjórnarinnar eru ætluð í meðal annars þetta. Það eru fjárlög og skattheimta fylkjanna og sveitarfélaga ekki, enda er þetta ekki sveitarfélagsmál.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2020 kl. 23:46
Spánska veikin kom í amk 3 bylgjum, sú fyrsta var ekki neitt rosaleg... en svo stökkbreyttist veiran; sem er goður möguleiki á að þessi geri..og þa er voðinn vís
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2020 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.