28.2.2020 | 19:46
Ósambærileg við drepsóttir fortíðarinnar, en farsótt samt.
Spænska veikin, Stórabóla og Svartidauði eru þekktar farsóttir úr Íslandssögunni og heimssögunni og voru allar svo skæðar drepsóttir, að COVED-19 farsóttin bliknar í samanburðinum.
Það eina sem bólan og Svartidauði eiga það sameiginlegt með COVED-19 veirunni, að vitað var hver bar sóttina til landsins í hvort skipti. Einar Herjólfsson var smitberinn 1402 og fatnaður Gísla Bjarnasonar 1707.
Af þessum þremur var Spænska veikin vægust, ef hægt er að nota slíkt orðalag um drepsótt, sem drap fleiri en drepnir voru á vígvöllum Fyrri-heimsstyrjaldarinnar.
Í Svartadauða, sem barst til landsins 1402, lést helmingur þjóðarinnar og þriðjungur í Stórubólu árin 1707-1709. Þetta eru svo óheyrilegar háar tölur, að það er erfitt að skilja þær.
Jafnvel heilar byggðir þurrkuðust út.
1348-1350 hafði Svartidauði geysað í Evrópu en barst ekki til Íslands þá, því að óvart var beitt eina ráðinu til að koma í veg fyrir það: Það var ekkert siglt til Íslands, bæði vegna ástandsins og þess að skipverjar dóu á leiðinni.
Þótt veikin gengi yfir og rénaði síðan, hvarf hún ekki alveg, og þannig kom það til að hún barst til landsins 1402, hálfri öld eftir hinn megin faraldurinn í Evrópu.
Tvennt hlaut að gerast nú varðandi COVED-19 veiruna: Að hún bærist til landsins með fyrsta smitberanum. Og að engin leið yrði til að koma í veg fyrir það.
Að öðru leyti eru aðstæður allar svo margfalt betri nú en áður til að bregðast til varnar, að það er ósambærilegt.
Fyrsta tilfelli kórónuveiru greinist á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk Ómar fyrir frábæra samantekt á farsóttum fyrr á tímum. Kannski er rétt hjá þér að aðstæður séu betri nú til að bregðast til varnar, en þær eru flóknari. Fólk er á ferðalögum út og suður og getur það valdið meiri smithættu. Í gamla daga var þetta mun einfaldara. Skipakomuum fækkaði, engar voru flugferðirnar hingað. Og þeir lokuðu einfaldlega Holtavörðuheiðinni í Spönsku veikinni. Í nútímaþjóðfélaginu eru hlutirnir mun flóknari að glíma við: hvað má og má ekki varðandi bönn. Ræður Evrópusambandið þessu kannski?
Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.2.2020 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.