12.3.2020 | 11:49
Trump í dýrð kjörorðsins "to make America great again."
Í ummælum Trumps varðandi ferðabann milli Bandaríkjanna og Evrópu skín sýn hans á yfirburði hans og þjóðar hans yfir aðrar þjóðir og leiðtoga þeirra. Hann fullyrðir án þess að depla auga, að það séu aðeins Evrópumenn sem beri kórónaveiruna til Bandaríkjanna, en ekki Bandaríkjamenn sjálfir.
Eða á að skilja það svo að Kanarnir ferðist aðeins aðra leiðina? Nei, ekki alveg, því að þeir verða skimaðir ef þeir koma verur yfir. En ekki aðrir, þeir fá ekki að fljúga.
Með því að banna flug þessa óæðra fólks muni þessi nýi múr steindrepa veikina innan Bandaríkjanna, sennilega vegna mikilfengleika íbúanna og forseta þeirra.
Trump lýsti því nefnilega yfir um daginn, að hann hefði stöðvað veikina nánast með krafti orða sinna einum saman.
Væntanlega munu því bandarísk flugfélög geta haldið áfram að fljúga með farþega austur yfir hafið og farið síðan með bandaríkjamenn báðar leiðir ef fylgja á þessari stefnu í ljósi ummælanna.
Hinir vesælu Evrópumenn verða ólíklegir til þess að svara með sínu eigin ferðabanni á allt fólk vestur um haf, eða hvað?
Trump undanskilur Breta varðandi ferðabannið. Kannski vegna þess að það nægi að þjóð tali ensku sem móðurmál til að vera yfirburðaþjóð?
P.S. Fréttir Í hádeginu hjá okkur eru þær, að af tíu nýjum smitum komi fjögur frá Bandaríkjunum!
Ferðabann Trumps gildir um Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar er ekki hægt að breyta aðeins textanum í laginu Lok,lok og læs sem þú gerðið frægt á sínum tíma?
https://www.youtube.com/watch?v=MXii6bvvjiM
Kveðja, Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 12.3.2020 kl. 12:14
Er eki stundum eða nær alltaf haldið fram að forsetar og kanslarar segi eitt og annað til heiabrúks og er jafnsatt í USA eins og á Íslandi þegar við stærum okkur af ungu snillingunum okkar og bestu sagnahefð i heimi,nema sossar sem þola ekki neitt fallegt á Íslandi.
Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2020 kl. 15:51
til heimabrúks--
Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2020 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.