Fyrsta Mazdan var "kei"-bíll. Gætum lært af Japönum en viljum það ekki.

Fá lönd eru þéttbýlli en Japan þar sem óvenju mikill hluti flatarmáls landsins fer undir stórborgir. Fyrir bragðið olli fjölgun bíla miklum umferðarvandræðum. Brugðu þeir því á það ráð um 1960 að ívilna mjög svonefndum kei-bílum, sem væru styttri en þrír metrar, mjórri en 1,30 m og með minni vél en 360 cc. Daihatsu Cuore

Þetta kerfi hefur verið við lýði í Japan síðan en að vísu verið breytt lítillega fjórum sinnum í þá átt að leyfa aðeins stærri kei-bíla. 

Síðuhafi á ennþá tvo kei-bíla, án númera, og er annar þeirra fjórhjóladrifinn Cuore, hvítur, eins og þessi á myndinni. 

Þeir dugðu afar vel árum saman, og á mynd af bækistöð við Hvolsvöll 2010 má sjá Cuore, sem þjónaði löngum þar sem gististaður, farartæki og vinnustaður. TF-FRÚ Hvolsvelli 10.5.2010 Eldgos.

Núna eru mörkin 3,40 m að lengd, 1,48 m á breidd og hámarksstærð hreyfils 660 cc og hámarksafl 64 hestöfl, því að framleiðendurnir fundu leið hvað varðaði afl hinna smáu véla með því að setja á þær forþjöppur. 

Vinsælustu kei-bílarnir hér á landi voru algengir á sjöunda og áttunda áratugnum, þegar hámarksmálin í Japan voru 3,20 x 1,40.  Suzuki Alto og Fox og Daihatsu Cuore voru vinsælastir, og var sá síðarnefndi algert viðundur hvað snerti innanrými, jafn þægilegt að sitja og ferðast í aftursæti og í stórum evrópskum bílum. 

Síðasti kei-bíllinn var fluttur inn um síðustu aldamót, Daihatsu Cuore. 

En síðan verður að nefna það að einn kei-bíll, Suzuki Jimny, sem á tímabili bar nöfnin Fox og Samurai, er í raun enn fluttur inn til landsins, en hefur verið breytt þannig í Japan til útflutnings, að settar hafa verið utan á hann plastbreikkanir til að gera það mögulegt að lengja hásingarnar og breikka bílinn þannig um 12 til 15 sentimetra. 

Einnig settar í þessa bíla stærri vélar. 

Eitt atriði í kei-reglunum mættu aðrar þjóðir en Japanir taka upp; að ívilna bílum í sköttum og álögum eftir lengd þeirra, þannig að þeim væri umbunað eftir því hve stuttir þeir væru. 

Á þetta hefur síðuhafi margminnst un áraraðir og notað kei-bíla óspart, en styttri bílar myndu skapa mikið rými á götunum, sem annars er þakið plássfrekari bílum. 

En ávallt hefur verið talað fyrir daufum eyrum. 

 


mbl.is Fyrsta Mazdan stendur á sextugu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband