17.3.2020 | 11:40
Hógværri kröfu hafnað? Þýskaland ekki til sölu?
Því miður mátti búast við því að Evrópuríki myndu svara einhliða ákvörðun Trumps um ferðabann til Bandaríkjanna á aðra en Bandaríkjamenn sjálfa. Í ofanálag hafði Trump undanskilið Bretlandseyjaríkin í byrjun, enda kunnugur hnútum þar með megnið af starfsemi og eignum sínum erlendis er þar.
Engum hefði átt að koma einhliða ferðabann Trumps á óvart, því að stefna hans er "to make America great again" og "America first." Út á það var hann kosinn í kosningakerfi, sem bauð upp á mismunun á kosningarétti eftir efnahag og þau úrslit, að verða kosinn með næstum þremur milljónum færri atkvæðum en keppinauturinn.
Skilningur hans á orðinu Ameríka gildir þó aðeins um Bandaríkin, því að Kanadamenn hafa verið í ónáð frá byrjun, þegar innflutningur á hagkvæmum farþegaþotum frá Kanada var í raun bannaður með ofurtollum.
Lítilsvirðing hans á Evrópubúum hefur einnig verið staðföst stefna, samanber viðleitni hans til að hamla því að evrópskir bílar séu vinsælir vestra, jafnvel þótt þeir séu að stórum hluta framleiddir í hans eigin landi.
Nýjasta útspilið er það, að vegna þess að bandarískum læknum hefur ekki tekist enn að búa til bóluefni við COVID-19, heldur aðeins þýskum læknum, hefur Trump gert hinum þýsku tilboð, sem ekki væri hægt að hafna; sem sé að borga offjár fyrir kaup Bandaríkjamanna á bóluefninu með því skilyrði að engri annarri þjóð verði gert kleyft að nota það.
Gylliboð og hógvær krafa "to make America great again", efnd á kosningaloforðum.
Í fullu samræmi við upphaflega ferðabannið, sem gilti ekki um bandaríska ríkisborgara.
Ekki ósvipað kostaboði til Dana um að kaupa Grænland af þeim. Auðvitað eru drepsóttir bara bísniss eins og annað, og auður forsetans sýnir hvaða leið er vænlegust fyrir þjóð hans, eða hvað?
Forsætisráðherra Dana reitti Trump til reiði þegar hún sagði að Grænlanda væri ekki til sölu og hann valdi henni hin verstu orð.
Nú berst svipað svar frá Þýskalandi: Þýskaland er ekki til sölu. Allar þjóðir skulu eiga sama rétt á að nýta sér bóluefnið, ekki bara ein sjálfútvalin.
Ljósin slokkna smátt og smátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Finn ekki fréttina þar sem Bandaríkjaforseti gerir Þjóðverjum tilboð sem þeir áttu ekki að geta hafnað - en gerðu það samt!
Flosi Kristjánsson, 17.3.2020 kl. 13:18
Allt til sölu fyrir rétt verð segja margir og aðrir segja nei takk því það hækkar eða lækkar verðið.
Þegar ég var í 6 vikur á Manhattan í New York nov/desember árið 2009 kom ég víða við í borginni man þegar ég skoðaði Rockefeller center að þar var og er frægt lítið hús númer 1240 en RCA byggingin (nú þekkt sem 30 Rock) var smíðað fast við þetta litla hús það stóð til að rífa það en það náðist ekki samkomulag því Rockefeller þá ríkasti maður heims lét ekki beygja sig en honum var boðið þetta litla hús sem hann vildi burt á 250 milljónir dala sem var sama verð og RCA byggingin hans kostaði að byggja í kringum 1930
Í dag er þetta litla hús við RCA risahúsið sem er eitt af þeim húsum sem mynda Rockefeller center. Í þessu litla húsi sem dollarinn náði ekki að eyða því sá ríki sem vildi borga vel fyrir fékk ekki því sá fátæki vildi svo mikið að boðið hans misbauð ríka manninum að hann sagði nei.
Í þessu litla húsi er mjög gott bakarí á jarðhæðinni. Ef ég man rétt heyrði ég að innst inni hafði Rockerfellir haft lúmskt gaman að þessu því jú þetta var í fyrsta skipti sem hann fékk að upplifa það að einhver myndi standa í hárinu á honum.
Endirinn var að þeir urðu vinir sá ríkasti og sá sem sagði alltaf nei þar til sá ríki sagði nei við gagntilboðinu sem kom að lokum því það var stjarnfræðilega hátt sem sá minni gerði viljandi og vitandi að því yrði hafnað.
Ég trúi því að það verða allir vinir að lokum í kringum væntanlegt bóluefni sama hver verður fyrstur að koma því á markað dollarinn eða ráðamrnn sama hver munu ekki eyða þeirri samstöðu sem nú er þörf á hef ekki áhyggjur af því.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 17.3.2020 kl. 13:50
Fréttin um tilboð Trumps var í miðnæturfréttum RUV og upptaka á svari Þjóðverjans var spiluð og þýdd.
Ómar Ragnarsson, 17.3.2020 kl. 17:17
Ég var að hlusta á þessa frétt fréttamaður hjá rúv vitnar í fjölmiðla í Þýskalandi og Bandaríkjunum án þess að geta um heiti þeirra miðla sem stóðu fyrir því að fullyrða að Traump á að hafa m.a. boðið 1 milljarð dollara fyrir bóluefnið gegn því að það verði aðeins notað í Bandaríkjunum.
Eftir þetta er sett inn í beinu framhaldi við fréttina viðtal við þýskan efnahagsráðherra á hans tungumáli sem er þýtt einhver hluti úr því á íslensku sem endaði á að ráðherrann þýski sagði í blálokin ..Þýskaland er ekki til sölu''
Ég spyr afhverju fylgdi ekki með í fréttinni hjá rúv hvaða fjölmiðlar fullyrtu þetta sem kom fram í fréttinni það hefði verið gaman að skoða þessa miðla til sjá hvort þar sé að finna viðtal við Trump sem dæmi þar sem hann lét þessi orð falla.
Ér þetta kannski skólabókadæmi hvernig falsrettir verða til eins og Trump hefur oft komið inn á og talar óhikað um falsfréttir og segir að það sé gert honum til höfuðs gegn hans persónu og fyrir því sem hann stendur fyrir í pólitík.
Ég óttast að þessi frétt hjá rúv sem hér er verið að tala um sé falsfrétt.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 17.3.2020 kl. 18:49
Þú ert með Trump á heilanum Ómar. Ertu alveg orðinn maríneraður í áróðri kratamiðla í USA?
Blessaður taktu þér pásu áður en þú missir vitið endanlega.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2020 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.