19.3.2020 | 13:25
Sumarliði er fullur og Trump edrú: Ég veit allt, ég get allt.
Sumarliði er fullur, lag og ljóð Bjartmars Guðlaugssonar, kemur í hugann þegar skoðaðar eru yfirlýsingar valdamesta manns heims í aðeins einu máli, útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
Nema að valdamaðurinn þarf ekki að vera fullur.
Hann kallar COVID-19, einn allra, alltaf Kínaveiruna, sem kínverska ógn. Hann hóf umræðuna á þann hátt að veiran væri pólitískt gabb, og að enginn þyrfti að efast um að í BNA næði hún engu flugi.
Síðan brá svo við að hann brást við þessu gabbi með ferðabanni á útlendinga til Bandaríkjanna og segist nú hafa vitað það frá upphafi að þetta kínverska gabb yrði að heimfaraldri.
Það mætti vel íhuga það að senda Trump lag Bjartmars Guðlaugssonar í netpósti með enskum þýðingartexta, en textinn um Sumarliða byrjar svona á íslensku:
Ég veit allt, ég get allt,
geri allt miklu betur en fúll á móti.
Ég kann allt, ég skil allt,
fíla allt miklu betur en fúll á móti....
haltu kjafti! o. s. frv....
Kórónuveiran greind í öllum Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Smíða skútur, skerpi skauta
bý til þrumu ost og grauta..
Stjórnmálamaður hefur alltaf sem fyrsta boðorð að hræða ekki fólk ef hann kemst hjá því.
Mér sýndust nú flokksfélagar þínir á Alþingi ekkert vera betri í byrjun. Það er helst nafni þinn Geirsson sem er einna raunsæjastur manna þegar hann fjallar um hættuna af þessum anskotans vírusi sem er að eyðilggja heimsbyggðina.
Allavega er Trump, þessi sem þú hefur svo mikið dálæti á, að setja þúsund milljónir dollara í að þróa lyf við þessu. Það gæti orðið að við jafnaldrarnir yrðum fegnir á einhverjum tímapunkti.
Halldór Jónsson, 19.3.2020 kl. 16:09
Hvar hefur uppruni af flestum þessum pestum hafið göngu sína undanfarna áratugi? Menn geta valið svör:
Á Islandi
Í Færeyjum
Á Grænlandi
Í Noregi
Í Kína
Kveðja frá Montgomery Texas
Jóhann Kristinsson, 19.3.2020 kl. 18:04
Allt að gerast hjá Trump ef svo er þá er það ekki í fyrsta skipti sem Bandaríkin skara fram úr í heibrigðismálum sem jarðarbúar fá ávinning af. Ég á þessari ofur þjóð mikið að þakka þegar sértækt læknateymi þar í landi bjargaði nákomnum ættingja mínum á sínum tíma þökk sé líka íslenskum skattgreiðendum ekki má gleyma íslenska velferðakerfinu og alls ekki þegar vel er gert eins og þessu tilviki.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/03/19/samthykkja_malariulyf_gegn_koronuveiru/
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 19.3.2020 kl. 19:34
Undirbúningur og viðbrögð BNA við corona er verri flest önnur lönd, þeir byrjuðu seint og hafa enga viðbragðastjórnun, Trump lagði hana niður eða fór það fram hjá þér Halldór? Að sjá Trump um daginn á blaðamannafundi segja eitt og svo rétt á eftir segja sérfræðingarnir sem stóðu við hlið honum allt annað...allt þetta á sama fundinum...stórkostlegt.
Anthony Fauci segir eitt og þú trúir hvað Trump segir Halldór?....Kynntu þér Fauci þegar þú hefur tíma, einhver mesti sérfræðingur á þessu sviði í dag.
Ívar Ottósson, 19.3.2020 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.