Illviðri, eldsumbrot og drepsótt 1918 og 2020.

Stundum felast erfiðleikar í þjóðlífinu hér á landi í því, að að fleiri ein ein tegund af búsifjum og hamförum fara saman. 

Fyrir rétt rúmlega einni öld gerðist þetta á þann hátt, að árið byrjaði með fyrirbæri, sem síðar fékk heitið "frostaveturinn mikli", því að síðan 1918 hafa ekki komið á ný sambærilegar frosthörkur, þótt komið hafi hafísár á borð við þau sem voru á síðari hluta sjöunda áratugarins. 

Um haustið 1918 varð mikið Kötlugos, sem olli miklum landbreytingum milli Víkur og Kúðafljots og umróti á högum Skaftfellinga. 

Verst var þó spánska veikin, sem dundi yfir um haustið og drap um 500 manns hér á landi.

Nú eru aðeins liðið brot af þessu ári, en samt hafa óvenju skæðir illviðrakaflar og snjóþyngsli dunið yfir auk COVID-19 veirunnar, auk þess sem eldsumbrot neðan jarðar og jarðskjálftar hafa hrellt Suðurnesjamenn. 

Að öðru leyti eru þessi tvö tímabil, sem kennd verða við árin 1918 og 2020, ósambærileg enn sem komið er, varðandi stærð og afleiðingar.  

500 látnir 1918 samsvara um 1800 manns, miðað við fólksfjölda á landinu, en læknavísindi og kjör og bolmagn þjóðarinnar eru svo margfalt meiri nú en fyrir öld, að vonandi verður manntjón hvergi nærri í líkingu við það sem gerðist 1918. 

Illviðrunum í vetur fylgdu að vísu samgönguerfiðleikar, en frosthörkur voru engar. 

Og kvikuinnskot við Þorbjarnarfell er aðeins örlítið brot af þeim kynstrum af ösku og hamfarahlaupum, sem fylgdu Kötlugosinu 1918. 

 


mbl.is Skjálftahrina við Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband