20.3.2020 | 20:40
Ómetanleg aðgerð og kannski sú mikilvægasta: stórfjölgun öndunarvéla.
Fregnir af örvæntingarfullri baráttu heilbrigðisstarfsfólks á Spáni til að bjarga lífi alvarlega veikra sjúklinga af völdum COVED-19 veirunnar hafa verið hræðilegar.
Þær styðja eindregið þá markvissu viðleitni íslenskra yfirvalda að reyna að lækka kúfinn á útbreiðslu veikinnar, svo að hún verði ekki eins mannskæð og hún gæti annars orðið.
Þar geta meira en tvöfalt fleiri öndunarvélar en voru fyrir verið úrslitaatriði og mikilvægasta aðgerðin samhliða því að fyrir hendi sé nóg af fullnægjandi húsnæði, legurými og þjónustu fyrir þá sem veikastir verða.
Níu öndunarvélar bætast við í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómetanlegt framtak hollvina Íslands. Nafnleysið bendir til einlægs hlýhugar í okkar garð. Hafi þeir allar okkar bestu og einlægustu þakkir fyrir.
Goðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 20.3.2020 kl. 21:49
Frábært flott gjöf frá U.S.A. frá bandaríkum íslendingum kannski eða frá ?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/20/landspitalinn_faer_ondunarvelar_ad_gjof/
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 20.3.2020 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.