Sýnatökur á milljón íbúa er lykiltala. Því fleiri sýni, því fleiri smit.

Athugum þetta línurit 20. mars yfir fjölda af sýnatökum miðað við fólksfjölda þjóða. C0VID-19 sýni pr.milljón íbúa

Það sýnir Sameinuðu arabísku í afgerandi forystu, en Ísland vantar á línuritið.

 

Ef tölurnar frá Íslandi væru settar inn í súlu, myndi íslenska súlan ná langar leiðir út úr línuritinu, því að Íslendingar taka 2,5 sinnum fleiri sýni en  furstadæmin,  100 sinnum fleiri sýni en Bandaríkjamenn, 15 sinnum fleiri sýni en Þjóðverjar og 5 sinnum fleiri sýni en sjálfir Suður-Kóreumenn,sem hafa verið mærðir fyrir dugnað í þessum efnum. 

Vegna þess að sjúkdómseinkennni koma ekki fram strax við smit, gildir, að því fleiri sýnatökur sem teknar eru, því fleiri eru smitin. Sýnatökur, miðað við fólksfjölda, eru því lykilatriði varðandi sóttvarnir. 

Upphrópanir um "Ísland, sýktasta land í heimi" eru því afar misvísandi og nær að segja, að Íslendingar séu með bestu upplýsingarnar; og því fleiri upplýsingar, því betri yfirsýn og tök á ástandinu.  


mbl.is Læknar vilja loka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er hárrétt að Ísland er væntanlega með bestu upplýsingarnar. Og það er athyglivert að af þeim sem hér hafa verið greindir hafa aðeins tveir látist, kannski aðeins einn. Það er líklega miklu betri vísbending um raunverulegt dánarhlutfall en til dæmis tölurnar frá Ítalíu. Það er 0,001% ef ástralska tilfellið er undanskilið, annars 0,003%. Hvað segir þetta okkur? Segir það okkur það, að hættan af þessari veiru sé líklega langtum, langtum minni en almennt er talið? Mig grunar það. Og þá segir það okkur líka að hin yfirdrifnu viðbrögð um allan heim séu algerlega úr takti við tilefnið. Eða hvað?

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2020 kl. 14:59

2 identicon

Segja má að "Spænska veikin" sé sú síðasta af ótal mörgum drepsóttum sem hrjáð hafa mannkynið. Þessi COVID-19 faraldur er, a.m.k. enn sem komið er, smávægilegur miðað við hana.  

Langflestir sem dáið hafa af völdum þessarar veiki eru eldra fólk og þeir sem hafa svo kallaða "undirliggjandi sjúkdóma".

Spurningin snýst væntanlega um það hvort það séu "yfirdrifin viðbrögð" að fórna svona miklu til þess að halda þessu fólki á lífi.

Mega velferðarþjóðfélög nútímans ekki við því að fórna einhverju af velmegun sinni um stundar sakir fyrir þetta fólk?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 25.3.2020 kl. 17:56

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Spurningin er ekki sú hvort fórna eigi lífi fólks fyrir velmegun. Spurningin er sú hvort neikvæð áhrif aðgerðanna á líf og heilsu fólks verði hugsanlega miklu meiri en neikvæð áhrif faraldursins.

Þetta sér maður ef maður veltir fyrir sér áhrifum þess að loka fólk inni á heimilum sínum vikum saman, hver verða áhrif þess á líkamlega og andlega heilsu? Hver eru áhrif atvinnuleysis og vonleysis á andlega heilsu fólks? Hversu margir munu fremja sjálfsvíg þegar þeir sjá fram á vonleysið eitt?

Nú hefur útgöngubanni verið komið á á öllu Indlandi. Þar eru tugmilljónir sem lifa á daglaunavinnu, skrimta frá degi til dags, og geta nú ekki stundað starfs sitt. Milljónir manna sem lifa á góðgerðum annarra á götum úti, en geta nú ekki lengur betlað. Hvað verður um þetta fólk? Er líf þessara milljóna minna virði en líf þeirra þúsunda eða tugþúsunda sem gætu látist vegna faraldursins?

Sé það síðan svo, eins og lítur út fyrir að sé raunin, að raunveruleg dánar- og veikindatíðni vegna þessa sjúkdóms sé ekki meiri en af venjulegri inflúensu, réttlætir það þá aðgerðir sem hafa í för með sér allar þær grafalvarlegu afleiðingar sem þessar aðgerðir munu hafa?

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2020 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband