Lærdómur til framtíðar. Svartidauði var á ferli í rúma hálfa öld.

Læknavísindin eru ósambærilega miklu öflugri nú en á 14. öld. A þeirri öld var svartidauði á ferli í Evrópu í rúma hálfa öld, einkum í tveimur stórum faröldrum.

Íslendingar sluppu við þann fyrri einfaldlega vegna þess að engir voru færir um að sigla til Íslands í heil tvö ár.

1402 barst hann með skipi og varð að skæðustu drepsótt allra tíma hér á landi enda var læknisfræðin þá á skelfilega lágu stigi. 

 

Á seinni tímum hafa skæðar drepsóttir eins og berklar, mæuveiki og eyðni geysað, en það hefur tekist að hamla gegn þeim, misvel að vísu, með notkun bóluefnis og lyfja.

En samt er viðbúið að reynslan af COVID-19 faraldurrinum og lærdómar af honum muni marka spor í lífi jarðarbúa um alla framtíð.

Miðað við það hve tæpt stóð gagnvart Ebólu og SARS hlaut að koma að þessu. 

Og þá er bara að taka því með sameiginlegu átaki á heimsvísu. 


mbl.is Minnka má hjarðónæmi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svarti dauði var á ferðinni í Noregi í mörghundruð ár og hélt þar fólksfjölda niðri lengi vel. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.3.2020 kl. 14:48

2 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Ómar karlinn, 

Samkvæmt tölum frá Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (eða CDC) þá létust uþb. 54 þúsund manns í flensu-faraldrinum frá árinu 2017 og til 2008, er segir okkur einfaldlega, að læknar eru frekar fátækir og/eða úrræðalausir til eiga við svona flensur. Kannski er það vegna þess að bækur þeirra (eða skólabækurnar frá Pharma) fjalla lítið sem nánast sagt ekkert um vítamín, heldur er eingöngu fjallað um ólífræn Pharmaco-efnin og svo taugaeiturefnin (neurotoxins)  í þessum líka Pharma-bókum þeirra.
Allt kapp hjá okkur hérna á Íslandi, er í aðalatriðum að fá fólk til að hreinsa hendur, nú og passa uppá að hafa þessa fjarlægð milli fólks. Þrátt fyrir að til sé fjöldin allur af niðurstöðum og vitað sé til þess að bæði C og D vítamín eru þekkt fyrir að styrkja ónæmiskerfið gegn svona flensum, þá er ekkert minnst á það hérna, hvað þá þessar meðferðir er Kínverjar hafa verið notast við með að nota hvítlauk og C vítamíni. Hér á landi eru yfirvöld EKKI í því að fræða fólk, heldur eru yfirvöld hér í því að hræða fólk, og þess vegna er EKKI minnst á hvað aðrir læknar og/eða sérfræðingar hafa verið að segja. En þar sem þú Ómar ert hér að tala um Covid 19- faraldurinn og svo Svartadauða, hver er í aðalatriðum munurinn á þessum Covid19 -faraldri og venjulegri árlegri flensu?

KV.

Nú þar sem að okkar ritstýrða og einhliða RÚV drasl hérna talar ekki um hvað aðrir læknar og/eða sérfræðingar hafa verið að segja, þá vildi ég benda á þessa linka hérna:

12 Experts Questioning the Coronavirus Panic

Censorship or keep spreading fear

Do You Smell A Rat? Corona Virus MADNESS! Dr. Peter Glidden


              

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 26.3.2020 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband