26.3.2020 | 19:29
Brýn nauðsyn að nýta sér farsóttarástand til að liðka fyrir Bakkusi?
Orðin "gæti reynst sem plástur á svöðusár" eru orð, sem veitingamenn nota um þá brýnu nauðsyn, sem þeir telja til flýtimeðferðar á afar umdeildu frumvarpi um að liðka eftir föngum fyrir sðlu léttvíns og bjórs á netinu svo að þessar veigar eigi sem greiðasta leið inn á heimili landsmanna, líka þau þar sem áfengisbölið er sem mest.
Tvær hliðar eru á neyslu áfengis og önnur þeirra er risavaxið heilbrigðismál og lýðheilsumál, sem dregur mun fleiri til ótímabærs dauða árlega hér en COVID-19 veiran mun gera.
Það er því kaldhæðnislegt að vilja nýta sér mikinn lýðheilsuvanda til þess að auka á annan lýðheilsuvanda, sem kenndur er við Bakkus.
Nær væri fyrir veitingamenn og þjóðfélagið að veita veitingamönnum hærri fjárstyrk og öflugri aðstoð en nú er völ á.
Gæti reynst sem plástur á svöðusár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt nafni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.3.2020 kl. 19:52
Takk, nafni.
Ómar Ragnarsson, 26.3.2020 kl. 20:14
Drykkjusjúklingar þurfa ekki að kaupa áfengi á vefnum eða panta það frá veitingastöðum. Þeir geta einfaldlega farið í ríkið. Og það gera þeir. Þetta sífellda lýðheilsuþras, sem réttlæting fyrir endalausum boðum og bönnum, er orðið frekar þreytandi.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2020 kl. 22:27
Löglega er nú þegar blómleg verslun með áfengi á netinu. Eina erindi mitt í ríkið er að kaupa íslenskan bjór, jóla eða páska aðallega, en hitt er auðveldara og verður því oftast fyrir valinu aðra daga ársins. Allir Íslendingar sem aldur hafa til geta farið á netið verslað sér áfengi og fengið það upp að dyrum. Söluaðilum með Íslenskar kennitölur og skila sköttum á Íslandi er bara bannað að taka þátt í þeirri verslun. Hafi þessi höft og bönn einhvern tíman virkað, sem er ekki að sjá í fljótu bragði, þá eru mörg ár síðan þau hættu því.
Það var forvitnilegt að fylgjast með því á síðustu öld hvernig baráttan gegn áfengi opnaði fyrir og jók á framboð fíkniefna. Og samt berja menn hausnum við steininn og neita að horfast í augu við raunveruleikann. Draumurinn um að þvingunaraðferðir þeirra virki eða muni einhvern tíman virka er sterkur og svefn þeirra er langur.
Vagn (IP-tala skráð) 26.3.2020 kl. 22:38
Ítreka bara vel mælt;
"Nær væri fyrir veitingamenn og þjóðfélagið að veita veitingamönnum hærri fjárstyrk og öflugri aðstoð en nú er völ á.".
Og Þorsteinn, þú mátt alveg finna þér annað orð, en áfengi er lýðheilsuvandamál.
Nafni minn kann kannski annað betra, þó ég sé mun yngri, þó gamall og grár sé, þá man ég að þegar ég var krakki og unglingur þá var bara tala um róna, fyllibyttur og túramenn. Eðlilegt fólk drakk bara um helgar, og ekki æskilegt að byrja slíkt fyrir fermingu.
En þá talaði enginn um lýðheilsu, en ég man bara ekki gott íslenskt orð sem notað var þá.
Kannski áfengisvandi og þá áfengisvandamál??
Frændi minn var í starfsviðtali um miðjan tíundaáratugnum hjá virðulegri ríkisstofnun, og forstjórinn spurði hann hvort hann ætti við áfengisvandamál að etja?
"Ha ég, nei nei, ef þú átt til dæmis fulla vodkaflösku í skrifborðinu þínu, þá skal ég alveg drekka hana fyrir þig, ekki málið".
Þannig áfengisvandi hefur kannski tvíræða merkingu.
En kjarninn í því sem nafni minn sagði er réttur, og þú veist það alveg Þorsteinn, þetta er ekki tímapunkturinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.3.2020 kl. 22:58
Þakka stórgóðan og skysamlega ritaðan pistil Ómar. Hafðu þakkir fyrir.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 26.3.2020 kl. 23:11
Fráleitt er að kenna áfengislöggjöf og baráttu gegn áfengi um stóraukna notkun fíkniefna, sem var á árunum 1965-75. íkniefnabylgjan 1975.
En það þessi bylgja var sú stærsta af sinni gerð, sem hér hefur orðið.
Ómar Ragnarsson, 27.3.2020 kl. 01:31
Fíkniefnabylgjan 1975, þegar örfá grömm af amfetamíni töldust umfangsmikið fíkniefnamál og árlegur afrakstur tolls og lögreglu komst fyrir í ferðatösku.
Um miðjan síðasta áratug síðustu aldar voru gerðar verulegar breytingar á áfengislöggjöfinni. Og afleiðingin var stóraukinn innflutningur fíkniefna, fjölgun neitenda og .......
framhaldið og núverandi ástand ætti flestum að vera ljóst. Utan opnunartíma ríkisins er orðið auðveldara að finna kókaín og ópíoiða en vodkaflösku til sölu og hass er ræktað um land allt meðan enginn þorir að brugga.
Vagn (IP-tala skráð) 27.3.2020 kl. 03:49
Ertu ekki að djóka Vagn??
Af hverju ertu að bögga fólk með svona vitleysu á dauðans alvöru tímum??
Hnitmiðaður vel skrifaður pistil á ekki svona tröllamennsku skilið þó þú teljir þig öruggan í þínum rafeindanheimi. Þó reyndar sé alltaf gaman að sjá mynd af Kjærnested.
Taktu þig nú taki elsku Vagn minn og hættu þessu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.3.2020 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.