29.3.2020 | 20:30
Aðalatriðið að "hringlið" hætti.
Það hefur bæði kosti og galla að færa klukkuna til, en þeir, sem muna þá tíð, þegar klukkan hér á landi var færð til tvisvar á ári, mæla varla með því að "hringlið" verði tekið upp á ný.
Eini kostur þess var kannski, að það birti upp fyrr á morgnana í svartasta skammdeginu með því að hafa sérstakan vetrartíma. Það gæti hugsanlega verið lýðheilsmál að stytta þann tíma sem myrkur ríkir á morgnana, en það bitnar einkum á æskulýð við námið.
Frá miðjum nóvember fram í miðjan febrúar er nöturlegt að það birti ekki fyrr en komið er fram undir hádegi, en myrkurtímabilið verður verra en ella fyrir þá sök, að hádegi samkvæmt sólargangi, seinkar um hálftíma frá nóvember fram í febrúar.
Sumartími í næstsíðasta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Klukkan á Íslandi er svo illa tilfaerd ad thvi ná engin mörk.
Vid skulm taka Svithjod sem daemi. Her, á sumrin, fer sólin nidur og um 4 leitid byrjar solarhitinn ad verda "lágur". Flest fólk fer úr vinnu um 5 leitid og naer thvi engri sól eda hita sem verid getur.
Med thví ad flytja klukkuna, einn klukkutima naer fólk einni klukkustund meir solarhita ad sumri og einni klukkustund meir ljós ad vetri.
Hvadan ertu, fra einhverri eyri sem ekkert thekkir eda skylur?
Örn Einar Hansen, 29.3.2020 kl. 21:31
Auðvitað á að seinka klukkunni un eina klukkustund þanng að hún verði 12 þegar sól er nálægt því að vera í suðri.
SH (IP-tala skráð) 29.3.2020 kl. 22:56
Það er ákaflega mikilvægt að taka klukkumálið upp núna. Eiginlega fátt mikilvægara. Nema ef vera skyldi fánamál Miðflokksins.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.3.2020 kl. 00:46
Sæll Ómar.
Minnir að ég hafi séð að samþykkt
væri fyrir því frá 1936 að Ísland
og Bretland væru á sama tíma.
En tími til kominn að hætta þessu hringli, - vingli öllu frekar!
Hér er Kóróna version af Bohemian Rapsody í COVID-19 a-moll
https://www.youtube.com/watch?v=K0HLUa4zTXQ
Minni á Terry Miles í dag, - og réttur tími væntanlega kl 4
en annars 5. Einangraðir stöndum vér, sundraðir föllum vér!
Húsari. (IP-tala skráð) 30.3.2020 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.