"Sorglegt." Nú er ekki hægt að saka útlendinga um vandræðin

Formaður Landsbjargar upplýsir, að björgunarsveitirnar hafi sjaldan staðið frammi fyrir jafn erfiðum úrlausnarefnum og fyrir síðustu helgi þegar í gangi var samtímis bæði appelsínugul viðvörun um nær allt land og tilmæli lögreglu til fólks að hafa hægt um sig og halda sig helst heima vegna kórónaveirunnar. 

Undanfarin ár hafa böndin borist að útlendum ferðamönnum þegar vandræði vegna hundsunar á óveðursviðvörunum, en í þetta sinn var því ekki til að dreifa, heldur var um að ræða Íslendinga, sem ollu því að björgunarsveitirnar urðu að taka á öllu sínu til að varna því að vandræðin yrðu enn stórfelldari en þau urðu. 

Hvað framgöngu björgunarsveitanna varðar segist formaður Landsbjargar "vera stoltur af því að vera Íslendingur, en notar hins vegar lýsingarorðið "sorglegt" um þá sem storkuðu þeim og skópu þetta "sorglega" ástand. 


mbl.is Aldrei stoltari af því að vera Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hvaða bull er þetta ... ég er fæddur á norðurhveli, veit hvernig á að fara að og er alveg fær um að lifa af í stormi, fellibyli og öðrum byljum.

Ég þarf enga kommúnista mömmu, til að segja mér að vera innandyra. Og það er skömm að því, að Ísland skuli vera á leið inn í að verða Sovétríki norðurlanda.

Takið Svíþjóð ykkur til fyrirmyndar, ekki þýskaland nasismans.

Örn Einar Hansen, 10.4.2020 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband