13.4.2020 | 15:26
Varpar ljósi á aðalatriðið, að komast hjá mannfórnum eftir föngum.
Sú lýsing forsætisráðherra Bretlands, að tvo hjúkrunarfræðinga á stanslausri vakt yfir honum í öndunarvél hefði þurft til að bjarga lífi hans, varpar ljósi á það aðalatriði baráttunnar við kórónaveiruna, að heilbrigðiskerfinu verði ekki ofviða að fást við vágestinn, sem enginn er óhultur fyrir.
Það gat falist í því ástandi, að heilbrigðisstarfsfólki yrði að taka beina ákvörðun um það, hverjir ættu að lifa og hverjir ættu að deyja.
Af því að forsætisráðherra öflugs ríkis á í hlut, vekur þetta kannski til meiri umhugsunar en ella.
Á fyrstu vikum heimsfaraldursins mátti heyra því haldið fram hjá erlendum valdsmanni í efstu stöðu, að engin ástæða væri til að grípa til aðgerða af tveimur ástæðum: Að hættan af þessum faraldri væri orðum aukin og að lækningin í formi boða og banna og dýrkeyptra aðgerða ylli meiri skaða en veikin sjálf.
Núna viðurkennir yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum, að slæleg viðbrögð í upphafi faraldursins vestra hafi kostað mannslíf og annars staðar hefur líka komið fram hve illa mörg einstök ríki voru undirbúin og stóðu sig illa.
Strax í upphafi höfðu nefnilega sóttvarnarlæknar varað við því, að ástandið gæti orðið þannig vegna skorts á starfsfólki, sjúkrarúmum og síðast en ekki síst súrefnistækjum og öndunarvélum, gæti heilbrigðisstarfsfólk staðið frammi fyrir því að þurfa velja úr þá, sem ekki yrði sinnt að þessu leyti.
Slíkar ákvarðanir hefðu ekki aðeins verið hræðilegar í sjálfu sér, heldur ekki síður það, að veikin hegðar sér mjög misjafnlega og sóttinn getur oft á tíðum elnað mjög hratt og breyst til hins verra, þannig að óhjákvæmileg ákvörðun um líf eða dauða verði beinlínis röng.
Viðkomandi heilbrigðisstarfsfólk getur þar með þúsundum saman orðið að glíma við afleiðingar sálræns áfalls af því að hafa neyðst til að taka slíka ákvörðun, sem hægt hefði verið að komast hjá að taka.
Sem vekur spurninguna um það, hvort slíkt fjöldaáfall í sjálfu sér valdi meiri skaða en margt annað.
Athugasemdir
Þú skrifar Ómar: "Sú lýsing forsætisráðherra Bretlands, að tvo hjúkrunarfræðinga á stanslausri vakt yfir honum í öndunarvél hefði þurft til að bjarga lífi hans,..."
Eftir því sem ég kemst næst, þurfti Boris Johnson aldrei á öndunarvél að halda. Hann var á gjörgæslu var gefið súrefni.
Hann var alvarlega veikur og eins og hann segir hefði það sjálfsagt farið verr, jafnvel á versta veg.
En fullyrðingar um hann hafi verið í öndunarvél, hefði ég aðeins séð hjá þér og haft eftir Rússneskum fjölmiðlum sem fæstir taka alvarlega.
G. Tómas Gunnarsson, 13.4.2020 kl. 16:46
Alþjóða heilbrigðisstofnunin, sem á að vaka yfir slíku sem hér gerist ... ásakaði Trump fyrir kynþáttahatur, að loka á Kína í þessu sambandi.
Síðar meir, hefur ýmislegt komið fram ...Tedrom, formaður WHO var valinn af Kína ... sama landi og reyndi að meina löndum að loka þeim. Þessi maður, er hryðjuverkamður ... hefur þrisvar sinnum kostað menn lífið í eigin landi, með að dylja kóleru sem þar gekk. Fyrirverari þessa manns, bar höfuð ástæðu fyrir því hversu illa fór í Hong Kong, vegna SARS utbrotsins.
Lesið hvað Shi Zheng Li hefur gert, ásamt rannsóknum hennar í veirufræðum. Hún bjó þessa veiru til, í rannsóknarstofunni í Wuhan. Veiran sjálf, er sönnun þessa máls. Við lifum þessa veiru af, en við munum deyja af öðrum orsakavöldum ... vegna þess að immun varnarkerfi líkama okkar, er eyðilagt.
Örn Einar Hansen, 13.4.2020 kl. 17:29
Mér finnst aukaatriði hvort Johnson var í öndunarvél eða með sérstaka súrefnisgjöf þegar hann lá við dauðans dyr og þurfti á ítrustu kröftum sínum og aðstoð annarra að halda til að lifa af.
Ómar Ragnarsson, 13.4.2020 kl. 18:13
Mér hefur verið sagt að genom veirunnar mæli gegn því að hún hvai verið framleidd í skepnuskapstilgangi. Hún sé náttúrlegt helvíti komin úr leðurblökunum sem eru til sölu á opna blautmarkanum í Wuhan. Þar byrja flestar pestir sem mannkynið hrjá. Kínverjarnir eru orsökin með sóðaskap sínum.
Halldór Jónsson, 13.4.2020 kl. 18:46
Boris var einlægur í ávarpi sínu og engum dylst að hann var við dauðans dyr.
Halldór Jónsson, 13.4.2020 kl. 18:47
Sænska leiðin
Grímur (IP-tala skráð) 13.4.2020 kl. 19:33
Þetta er alls ekki einfalt mál. Hvað svo sem gert er, er verið að velja milli þess hver lifir og hver deyr. Það skyldi enginn ímynda sér að langvarandi samkomubönn, ferðabönn og heimsóknabönn hafi ekki neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks. Hversu margir munu fyllast vonleysi og taka eigið líf eftir atvinnumissi og allt sem honum fylgir. Hver verða áhrif einangrunar einstaklinga, hversu mörg ungmenni munu missa tökin á lífi sínu? Langtímahugsun er nauðsyn þegar ákvarðanir eru teknar. Sóttvarnasjónarmið eru fráleitt þau einu sem skipta máli.
Þorsteinn Siglaugsson, 13.4.2020 kl. 22:59
Alveg gilt sjónarmið, Þorsteinn, og vandasamt að vega allt og meta. En samfélag, sem fer eins gersamlega á hliðina eins og snjallsímar sýndu í Wuhan og á Spáni, þegar verst lét, hlýtur að vera versta vítið til varnaðar.
Ómar Ragnarsson, 14.4.2020 kl. 00:12
Það er vandasamt, en það merkir ekki að það sé ekki nauðsynlegt. Ef einhvern tíma var þörf á að vega hluti og meta á grundvelli langtímasjónarmiða, í stað þess að falla í þá gryfju að reyna að bjarga hlutunum frá degi til dags, án neins tillits til afleiðinganna, þá er það núna.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.4.2020 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.