21.4.2020 | 21:49
"Sólin, hún hnígur, og sólin, hún rís..."
Hvað sem öllu líður eru sólarupprás og sólarlag á sínum stað í íslenskum veruleika.
Þegar kvöldsólin hélt sýningu nú í kvöld við Faxaflóann, komu orðin "sólarlag ferðaþjónustunnar" fyrst í hugann, en síðar var hugsað aðeins áfram til þess, að í fyrramálið kemur þessi sama sól aftur upp ef horft er í austurátt úr íbúðinni, og við slíkar aðstæður urðu til ljóðlínurnar
"En sólin, hún hnígur, og sólin hún rís / og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís...".
Það er vonarsól, sem birtist í kvöld.
Eftir skúr kemur skin, lífið heldur áfram.
Með þeim orðum og myndum af sólarlaginu ásamt nokkrum orðum í pistlinum á undan þessum er "þessi fallegi dagur" kvaddur.
Jafnvel vinsælustu veitingahús fara í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.