Fallegur dagur kaflaskila. Jökullinn blandar sér í málið.

Fallegur dagur er liðinn.DSC08511

Í gær lét Snæfellsjökull, sem á góðum degi vekur mann þegar litið er út úm gluggann, og svæfir mann þegar lagst er til hvílu á kvöldin, ekki sjá sig.

Leyfði fallegu sólarlagi að líða hjá.

En, ekki var Þórólfur Guðnason fyrr búinn að lýsa yfir kaflaskilum í dag, en jökullinn kom í gegn í mistrinu og tók þátt í sólarlaginu á fullum dampi eins og þessar myndir frá því um tíuleytið í kvöld sýna vel. 

Myndirnar verða sýndar í réttri tímaröð, teknar á meðan sólin settist. DSC08509

Þess má geta að jökullinn er nokkur hundruð metrum hærri en hann sýnist vera, séð frá Reykjavík á 120 kílómetra færi í loftlínu. 

Ástæðan er lag hnattarins, sem við lifum á, og myndar bungu á Faxaflóanum, sem skyggir á neðsta hluta jökulsins, jafnvel þótt staðið sé í um 70 metra hæð yfir sjó, eins og gert er, þaðan sem myndirnar eru teknar. 

Þetta fyrirbæri, að jökullinn sjáist allur í jafn mikilli fjarlægð uppi á Esju, er óræk sönnun á því að jörðin er hnöttótt en ekki slétt. 

En það var óhugsandi fyrir fólk fyrir aðeins nokkrum öldum að ímynda sér annað en að jörð og sjór væru flöt. DSC08515

Þess má geta að myndirnar eru tekna á myndavél, sem er svo lítil, að hægt er að fela hana í lófa sér, samt með 30 földu optical súmmi og hd upplausn. 

Og kostaði samt ekki nema um 50 þúsund krónur. 

Nú er hægt að fá jafn litlar myndavélar með 40 földu súmmi, 4K upplausn og kíki (wiewfinder), sem er alger forsenda fyrir því að geta tekið góðar myndir við erfið birtuskilyrði. 

En sú er auðvitað tvöfalt dýrari. DSC08520


mbl.is Einum kafla í stríðinu er lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn ein virka eldstöðin sem er löngu komin á tíma, sé eitthvað að marka meðaltöl og reiknikúnstir. Það mætti vel leggja inn pöntun á túristagosi þegar opnast aftur fyrir flug, ferðamennsku og 3000 krónu kökusneiðar.

Vagn (IP-tala skráð) 25.4.2020 kl. 23:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aö sögn íslenskra jarðfræðinga færist eldvirkasti hluti hins eldvirka hluta Íslands ofur hægt til austurs, þannig að að því kemur að Snæfellsnes verður deyi smám saman út í virkni. En auðvitað gerist þetta á óralöngum tíma. 

Ómar Ragnarsson, 26.4.2020 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband