Víðir víkkar út hugsunina á bak við 2ja metra bannhelgi: "Frelsi frá ótta við smit."

Víðir Reynisson víkkaði í dag út hugsun sína á bak við fyrri orð um 2ja metra bannhelgi. 

Hann rökstuddi þann möguleika, að þegar þessi afdráttarlausa regla verði vonandi aflögð, sitji eftir frelsi fólks, til að áskilja sér þessa reglu hvað varðar fólk, sem nálgast það. 

Þetta er hliðstætt því, sem var á bak við reykingabann á opinberum stöðum og innandyra eftir að sannað var, að óbeinar reykingar gætu haft sömu áhrif á bindindisfólk eins og beinar reykingar hefðu á reykingafólk.  

Reykingabannið var skilgreint sem hluti af frelsi bindindisfólksins til að fá að anda að sér hreinu lofti í stað þess að vera háð því að vera í reyklofti reykingafólks. 

Í fjórfrelsi Roosevelts Bandaríkjaforseta, sem hann setti fram í frægri ræðu í bandaríska þinginu 6. janúar 1942, eftir að Bandaríkjamenn fóru í stríð við Japani 1941, voru tvær af fjórum tegundum frelsis með upphafsorðin "frelsi frá..." en hin fyrstu tvö með upphafsorðunum "frelsi til..." 

Frelsin fjögur voru:  

1. Frelsi til skoðana, máls og tjáningar. 

2. Frelsi til trúar og tilbeiðslu.

3. Frelsi frá skorti. 

4. Frelsi frá ótta. 

 

2ja metra bannið getur fallið undir síðarstnefnda frelsið, því að það má skilgreina sem "frelsi frá smiti" en einnig sem "frelsi frá ótta við smit." 


mbl.is Everton í áfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband