Covid byltingin leynist víða, jafnvel til frambúðar.

Covidfaraldurinn hefur ekki aðeins sett þjóðfélagið á hvolf um þessar mundir, heldur getur margt af því, sem komið hefur í ljós í honum, átt eftir að skapa framfarir í miklu fleiri atriðum, sem við gerum okkur grein fyrir núna. 

Tvö dæmi, sem voru nefnd í stuttu innliti í stórt fyrirtæki í dag, sem er með umboð fyrir þrjár vinsælar tegundir bíla. 

Annars vegar fólst það í símasamskiptum í nokkra daga í aðdraganda heimsóknarinnar. Þá reyndi á lipurð og þekkingu mannsins á símaborðinu, sem beindi símtölum til réttra aðila eftir atvikum og þurfti að hafa ráð á hverjum fingri. 

Fyrir tilviljun kom í ljós, að hann sat alls ekki við skiptiborð í Reykjavík, heldur var hann heima hjá sér í Þorlákshöfn allan tímann. 

Vegna kóórónufaraldursins. 

Niðurstaða: Í stað þess að aka til vinnu fram og til baka 90 kílómetra samtals á hverjum deg, gat hann sinnt starfinu án þess að fara úr húsi. 

Verið í sóttkví þess vegna.

Og hugsanlega halda því áfram eftir að faraldurinn væri að baki.  

Annað kom upp í lok viðskipta í dag: Nemandi í skóla, sem hafði fram að þessu fengið þvert nei við því að mega stunda námið heima vegna fötlunar, heldur verið þvingaður til þess að gera það á afar erfiðan hátt í skólanum, fékk skyndilega grænt ljós, þegar faraldurinn skall á. 


mbl.is „Covid bylting“ í skólahaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband