Millilandaflug er grundvallaratriði fyrir Íslendinga.

Því lengur sem það dregst að koma á millilandiflugi að marki milli eyjunnar Íslands og meginlandanna, því verr verður atvinnu- og efnahagslíf landsins leikið.

Því veldur einstakt vægi ferðaþjónustunnar og mikilvægi flugs til og frá jafn afskekktrar eyju úti í hafi eins og Ísland er.  

Að sjálfsögðu verður jafnframt að huga vel að því, að hamla möguleikin á því að faraldurinn blossi aftur upp og verði jafn slæmur og bygljan í mars varð. 

Þrennt kemur í hugann: Möguleikinn á því að opna flug milli Norðurlandanna og Íslands og sá möguleiki, sem flaug fyrir í fréttum um daginn, að flugfélagið Emirates sé með sýnatöku tíu mínútum fyrir brottskráningu fyrir farþega sína. 

Einnig sá möguleiki að opna fyrir flug milli Bretlands og Íslands. 


mbl.is Frakkar undanþegnir sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Algerlega sammála. Fyrirtækin falla eins og dóminókubbar ef ekki verður opnað fljótlega fyrir ferðamennsku. En við verðum að gera ráð fyrir að faraldurinn blossi þá upp aftur og gangi hraðar yfir en hann hefði annars gert.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.5.2020 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband