11.5.2020 | 23:44
Sérstakt app í alla farsíma "til að tryggja mannhelgina"?
Í 60 mínútum fyrir viku var afar athygilisverður fróðleikur um stórfyrirtæki í Bandaríkjunum, sem sérhæfir sig við meðal annars til að framleiða ævintýraleg eftirlitskerfi.
Talsmaðurinn í sjónvarpsþættinum sagði frá því, að strax 31. janúar hefði hann sent ráðamönnum flestra ríkja heims aðvörun þess efnis að komin væri upp alveg ný farsótt í Wuhan í Kína, sem mikilvægt væri að taka föstum tökum við að rekja feril veirunnar og allra flugferðalanga heims.
Meðfylgjandi var lýsing á kerfinu, sem sýndi ferðalög og ferla allra flugferðamanna heims nákvæmlega frá degi til dags, og meira að segja hægt að veita upplýsingar um það, hvaða sæti þeir hefðu fengið í flugvélunum og hverjir hefðu setið næst þeim.
Einnig var brugðið á sjónvarpsskjáinn mynd af hreyfingum flugferðalanga til og frá Wuhan, þar sem sást að frá þessari einni af stærstu iðnaðarborgum heims höfðu þúsundir farið um allan heim, og auðvitað helst til stærstu borga heims eins og Tokyo, London, New York og Los Angeles.
Þetta tölvutæknifyrirtæki hefur síðan haldið áfram að senda út yfirlit um stöðu mála, en í janúar og febrúar gerðist lítið.
Eini ríkisstjórinn í Bandaríkjunum, sem tók strax mark á þessu og varð fyrstur til að grípa til aðgerða, rétt eins og Íslendingar, var ríkisstjóri Kaliforníu.
Og þar varð það til að minnka hraðann á faraldrinum.
Bandaríkjaforseti hefur hins vegar sjálfur sagt, að hann líti á veiruna sem vopn í hendi Kínverja, sem þeri hafi komi á kreik til að koma í veg fyrir endurkjör hans í komandi forsetakosningum!
Hann setti að vísu bann á flug Kínverja til Bandaríkjanna, sem hefur líkast til verið líkt og bannið sem hann setti í miðjum mars á flug Evrópubúa til Bandaríkjanna, þar sem Bandaríkjamenn voru undanskildir, enda væru Bandaríkjamenn þjóð í landi þar sem veiran væri ekki til!
En með tölvutækni um flug fólks um heiminn fóru 40 þúsund fljúgandi frá Kína til BNA á fyrstu viku Kínabanns Kína.
Og dag eftir dag, allan febrúarmánuð, sagði Bandaríkjaforseti opinberlega: "Það er enginn vírus í Bandaríkjunum, í mesta lagi einn sýktur og þessi veiki er ekki neitt neitt."
Þetta gat hann sagt vegna þess að þegar var farið að skoða málið betur, kom í ljós að það var algerlega vanrækt að taka sýni eins og gert var hér og í Suður-Kína.
Því færri sýni, því færri fundnir veikir. Næstum engin sýni: Næstum enginn veikur.
Ótal margt merkilegt kom fram í 60 mínútum, svo sem að verið er að hanna kerfi, sem er þannig, að ef það væri sett í alla farsíma heims, myndi síminn pípa ef hann kæmi nær næsta síma.
"Stóri bróðir"? Brot gegn persónuvernd? Talsmaðurinn sagði að vel væri hægt að viðhalda trúnaðarleynd, og að mikið væri í húfi.
Í 60 mínútum í kvöld kom fram, að Trump hefði stöðvað nákvæma og ítarlega rannsókn með þátttöku Bandaríkjamanna á uppruna veirunnar, sem átti að fara í gang.
Sá, sem rætt var við, sagði að það, að rannsaka ekki og rekja feril veirunnar skapaði hættu á þvi að það ætti eftir að kosta mannslíf.
Það er líklega aukaatriði fyrir Trump. Nóg að segja að hann sjálfur og utanríkisráðherrann viti um að hún hafi verið búin til á kínverskri tilraunastofu til þess að koma í veg fyrir endurkjör Trumps.
Vélhundur passar upp á fjarlægðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.