Af hverju ekki að leggja "sterku vísbendingarnar" á borðið?

Forseti Bandaríkjanna, sem eru í leiðtogahlutverki meðal þjóða heims í baráttunni við COVID-19 að hans sögn, hefur fullyrt oftar en einu sinni að hann hafi séð gögn þess efnis að veiran hafi verið framleidd á tilraunastofu í Kína.  Utanríkisráðherra hans tekur undir þetta og segir að til séu "sterkar vísbendingar" um þetta. 

Það er orðið tímabært að fá að vita hverjar þessar sannanir og vísbendingar séu, og raunar sagði Trump í upphafi umræðunnar að hann teldi rétt að gera ítarlega rannsókn á þessu og einnig að til greina kæmi að refsa Kínverjum fyrir þetta. 

Í gær bárust þær fréttir að forsetinn hefði blásið rannsóknarnefnd af þessu tagi af. 

Sé svo að gögn hans og Pompei séu svo pottþétt, að ekki þurfi að rannsaka þau, hlýtur næsta skref hans að vera að leggja þau fram. 

Og í framhaldinu að "taka Kína á og refsa" þeim vísindamönnum, meðal annars íslenskum, sem segja að rannsóknir á erfðaefni veirunnar SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, sem segja að rannsóknir á erfðaefni veirunnar sýni að hún sé ekki manngerð, "heldur hafi orðið til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum." 

Sjá nánar tengda frétt á mbl.is. 


mbl.is Erfðaefni veirunnar sýna að hún er ekki manngerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann hefur sagt að veiran hafi komið frá rannsóknarstofunni held ég. Ekki að hún hafi verið framleidd þar. Það er munur á þessu tvennu. Er ekki allt í lagi að segja bara satt um það? Og rannsóknin á þessu er enn í gangi eftir því sem ég best veit.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 00:19

2 identicon

Enn er bara svo lítið vitað um þessa veiru og langt í að lokalagið sé sungið í óperunni.

Til dæmis hafa menn sett 2 m reglu þó svo að WHO hafi alltaf haft 1m sem viðmið því venjulegar veirur fljúga ekki um á vængjum.

Sumar ráðstafnir í heiminum virðast líka vera friðþæging ráðamann á ÞEIR hafi gert sitt til að stemma stigum við útbreiðslunni, en vissulega vex öllum nú í augum fórnarkostnaðurinn og vilja finna blóraböggul

Grímur (IP-tala skráð) 13.5.2020 kl. 09:34

3 identicon

Það hafa þegar komið fullnægjandi rök frá vísindamönnum að þessi veira er ekki manngerð. Hvorki búin til í rannsóknarstofu né orðið þar til fyrir slysni. Af hverju þá að vera að velta þessu meira fyrir sér?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 13.5.2020 kl. 10:09

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svarið sést í Morgunblaðinu í dag. Þar er fullyrt að WHO hafi allt til 11. mars "þumbast við að viðurkenna að veiran smitaðist milli manna!!!" 

Upphrópunarmerkin eru bein tilvitnun. Hinn nýi sannleikur er ótrúlega bjagaður, því að í nánast öllum fjölmiðlum heimsins var sagt frá því strax í lok janúar og í febrúar, hvernig WHO sendi út aðvaranir og skilgreindi veiruna sem heimsfaraldur. 

Og heimsfaraldur með tilheyrandi aðvörunum getur ekki verið skilgreindur sem slíkur ef viðkomandi veira smitast ekki á milli manna. 

En hinn nýi sannleikur hentar Trump vel, því að það var einmitt um miðjan mars sem hann gafst upp á því að "þumbast við" að viðurkenna að veiran væri orðin farsótt í Bandaríkjunum. 

Ómar Ragnarsson, 13.5.2020 kl. 10:51

5 identicon

Þann 11. mars lýsti WHO því fyrst yfir að sóttin væri heimsfaraldur (pandemic).

SH (IP-tala skráð) 13.5.2020 kl. 11:10

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svarið við hverju sést í Morgunblaðinu?

Það er alveg rétt að það var ekki fyrr en undir miðjan mars sem WHO skilgreindi þetta sem heimsfaraldur. Það var ekki í janúar eða febrúar.

Það er eins og helstu áhrif Donalds Trump séu þau að jafnvel vandaðasta fólk fer að ljúga eins og enginn sé morgundagurinn, virtir fréttamiðlar tapa algerlega tökunum á sannleikanum, bara til þess að vera á móti Trump.

Ég var til dæmis áðan að lesa frétt Guardian þar sem fullyrt er að Trump fari með rangt mál þegar hann segir nýjum sýkingum fara hratt fækkandi í Bandaríkjunum. En þegar gögnin eru skoðuð sést greinilega að Trump hefur alveg rétt fyrir sér um þetta. Nýjar sýkingar náðu hámarki 24. apríl og voru þá 36 þúsund en hefur farið hratt fækkandi síðan. Nýjasta talan er 21 þúsund.

Samt sem áður staðhæfir Guardian: "New coronavirus hotspots are emerging in Republican heartland communities across multiple states, contradicting Donald Trump’s claims that infection rates are declining across the nation." Þetta er einfaldlega lygi.

Það er ekki einu sinni nóg að hamast í Trump: Nú er þetta farið að snúast um að pestin sé verri þar sem Repúblikanar ráða.

Og það merkilegasta í þessu er að nánast í hvert einasta skipti sem maður heimsækir vefsíðu Guardian poppa upp skilaboð með hvatningu um að styrkja þennan miðil til að styðja við hlutlæga fréttamennsku. En fréttirnar, í það minnsta allar sem hafa eitthvað með Trump að gera, eru mestan part bara lygar.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 11:59

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ríkisstjórar fylkjanna í USA ráða viðbrögðum hver í sínu umdæmi,sem eru líka misjöfn eftir fylkjum. Hvort það er vegna alríkislaga eða að skipun forsetans er óljóst.  Kannski hvoru tveggja? 
En þetta með upphaflegan seinagang WHO á eflaust eftir að rannsaka nánar, þetta er jú alþjóðastofnun.

Kolbrún Hilmars, 13.5.2020 kl. 12:34

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Morgunblaðinu stendur orðrétt um WHO: "...hefur þumbast við að viðurkenna að veiran berist á milli manna." Það er einfaldlega kolrangt. WHO gerði einfaldlega þetta: 

1. jan. Vírusinn greindur og viðurkenndur. 

4. jan. WHO upplýsir fjölmiðla um tilfellin í Wuhan. 

5. jan. Vírusinn breiðist út. 

10. jan. WHO dreifir yfirliti og ráðgjöf á reynslu af viðureign við SARS og             MERS.

12. jan. Kína dreifir vísinalegum upplýsingum um erfðaeiginleika veirunnar sem           veldur COVID-19.

13. jan. Upplýst um COVID-19 Í Tælandi. 

14. jan. WHO upplýsir fjölmiðla um smit á milli manna. 

Þess má geta að um þetta leyti voru íslensk sóttvarnaryfirvöld og almannavarnir byrjuð á sinni vönduðu vinnu varðandi COVID-19 á grundvelli upplýsinga frá WHO, sem lagði grunn að góðu gengi í þeirri baráttu. 

Bandarískt tölvutæknifyrirtæki hafði þá líka dreift upplýsingum til ríkisstjórna um mögulegar smitrakningar hjá flugfarþegum um allan heim. 

Eini leiðtoginn, sem tók mark á þessu að sögn talsmanns tölvufyrirtækisins, var ríkisstjóri Kaliforníu.   

Það er ótrúlegt að því skuli haldið fram að WHO hafi "þumbast við að viðurkenna að veiran bærist milli manna til 11. mars," en það er nær tveimur mánuðum eftir að stofnunin var búin að upplýsa fjölmiðla um COVID-19 og að hún bærist á milli manna og viðbrögðin við SARS og MERS, þar sem veiran hafði borist milli manna. 

Snjallsímamyndir öðru fremur upplýstu um hæg viðbrögð Kínverja og vafalaust hefðu viðbrögð WHO og flestra annarra mátt vera hraðari, fyrst hér var um að ræða veiru, sem breiddist hraðar og lúmskar út en flestar aðrar.  

Ómar Ragnarsson, 13.5.2020 kl. 15:20

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðalag mitt í fyrri athugasemd var ekki alveg nógu nákvæmt varðandi heimsfaraldurinn. Það er munur á heimsfaraldri og "mögulegum" heimsfaraldri og kannski hefði ég átt að útskýra það nánar, að það að eitt að senda út aðvaranir varðandi það að ny og smitandi veira, væri að berast á milli manna, er í sjálfu sér efni í heimsfaraldur ef útbreiðsla hennar er ekki stöðvuð. 

Íslensk yfirvöld fór strax af stað í desember við að gera allt klárt fyrir viðbrögð okkar og voru fyrir bragðið betur undirbúin en raunin var í mörgum öðrum löndum.  

Ómar Ragnarsson, 13.5.2020 kl. 15:33

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Pistillinn er um hvort veiran hafi komið upp eða verið búin til á rannsóknarstofu. Og þetta tvennt er þar lagt að jöfnu.

Ég sé ekki alveg hvað einhverjar staðhæfingar Morgunblaðsins um WHO koma því máli við, eða við hvaða spurningu þessar staðhæfingar eru "svarið".

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 17:21

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tilvitnunin í Morgunblaðið snýst um hluta þess máls, hver ber ábyrgð á því að faraldurinn breiddist út. 

Ómar Ragnarsson, 13.5.2020 kl. 21:28

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eru vitanlega Kínverjar sem bera ábyrgð á því. Það er að segja ef hægt er að segja að einhver beri þá ábyrgð.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2020 kl. 23:06

13 identicon

Get ekki séð að Kína sé ábyrgt fyrir þessum vírus á neinn máta, get aftur á móti séð að Trump er að benda á þá til að leiða athyglina frá sjálfum sér og því fúski sem hann hefur viðhaf í sambandi við vírusinn.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2020 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband