Hvað um Hong Kong flensuna 1968? Jú, milljón dó á heimsvísu.

Ef heitið "Hong Kong inflúensa" er nefnt, kannast sennilega flestir, sem þá voru á lífi og eru það enn við heitið, en samt er eins og þessi veiki sé að mestu gleymd. 

Þá liggur beinast við að leita sér upplýsinga, og við það kemur margt athyglisvert í ljós. 

Og dánartalan er sláandi; um milljón manns á heimsvísu, samanlagt í fyrri bylgjunni og seinni bylgjunni, sem kom ýmist ári seinna eða tveimur árum seinna. 

60 þúsund létust alls í Þýskalandi, Vestur-Þýskalandi og Austur-Þýskalandi samanlagt. 

100 þúsund létust alls í Bandaríkjunumm, enda var þetta á tímum fjöldasamkoma á borð við Woodstock og Víetnam mótmæla. 

Hugsanlega voru dánartölur mun hærri, því að á tímum þessara faraldra var ekkert gert af því sem núna er helst gert til að hamla útbreiðslu veikinnar. 

Hún fór fyrst af stað af alvöru snemmsumars 1968 og var komin um alla Evrópu í árslok. 

Í nokkrum löndum olli mikil útbreiðsla röskun á þjóðlífi og þjónustu, svo sem í einu landinu, þar sem helmingur starfsfólks í póstþjónustunni veiktist. 

Hvað var öðruvísi 1968, fyrir um hálfri öld?

Geysimargt. 

Flugsamgöngur og fjöldi flugfarþega var aðeins brot af því sem varð hálfri öld seinna. 

Sólarlandaferðir voru á byrjunarreit hjá okkur Íslendingum og fjölmennar vetrarferðir og skíðaferðir óþekktar, hvað þá fjölmennar alþjóðlegar ráðstefnur og listviðburðir hér á landi. 

Fyrstu Boeing 747 vélarnar voru ekki komnar fram og Boeing 737 var í fæðingu.

Engar Airbus þotur voru í boði.

Samgöngur til og frá Kína nánast engar, enda Kína fátækt land.

Íbúar heims voru helmingi færri en nú; Bandaríkjamenn 200 milljónir í stað 330. 100 þúsund dauðsföll þá samsvöruðu 150 þúsund núna. 

Þá, eins og nú, var gamalt fólk í áhættuhópi. 

Það komu "seinni bylgjur", en á mismunandi tímum eftir löndum og ekki alls staðar. 

Hong Kong flensan var þó langt frá því jafnoki spönsku veikinnar, sem drap fólk í tugmilljóna tali 1918, enda sóttvarnir engar.  

 

'

'

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

f


mbl.is Íslendingur sendi tæplega 200 í sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Von að þú spyrjir.  Af hverju hefur svo aldrei neitt verið gert til þess að uppræta uppruna allra þessara flensa?  Dugir Covid fárið etv til þess, eða kornið sem fyllti mælinn? 

Kolbrún Hilmars, 15.5.2020 kl. 11:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Veiran, sem veldur COVID-19, er bara ein gerð af mörgum tegundum svonefndra kórónaveira. Síðan eru aðrar og eldri flensuveirur sem ollu öðrum tegundum. 

Hér heima er á hverju hausti boðið upp á bólusetningu með bóluefni við flensu af öðrum gerðum en þeirri, sem veldur COVID-19 og eru og verða hér landlægar. 

Nú bíður heimurinn í ofvæni eftir bóluefni við COVID-19, en bóluefni er ekki það sama og að búið sé að útrýma kvikindinu.  Heimsbyggðin verður áfram að lifa með því.  Menn héldu um áratugum saman að búið væri að útrýma mislingum. 

Annað kom á daginn, því miður.  

Ómar Ragnarsson, 15.5.2020 kl. 13:47

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg rétt, en bóluefni gegn mislingum, mænusótt,kúabólu, berklum ofl, í eitt skipti fyrir öll, veitir ævilanga vörn.  Flensurnar eru annað mál; bólusetningu árlega þarf fyrir hverri og einni og dugir jafnvel ekki til.
Leikmaður veltir líka fyrir sér af hverju flensubóluefnið er alltaf tilbúið áður en flensan sjálf fer á kreik. ?  

Kolbrún Hilmars, 15.5.2020 kl. 15:33

4 identicon

Bólusótt var útrýmt fyrir rúmum 40 árum.

SH (IP-tala skráð) 15.5.2020 kl. 15:51

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Pestir koma og fara. Misjafnt hvað margir deyja úr þeim. En sjaldgæft að heimurinn leggist á hliðina út af pest.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.5.2020 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband