Fyrsta flokks viðbrögð við COVID-19 gefa sóknarfæri og borð fyrir báru.

Hong Kong flensan fyrir hálfri öld kom í tveimur stórum bylgjum. Nú hefur stór bylgja riðið yfir hér og ef allt væri hér í jafn slæmu fari og í flestum öðrum löndum, yrði að fara afar gætilega í allar aðgerðir vegna þess hve svigrúmið væri lítið. 

En vegna þess hve vel við virðumst standa nú, ætti að vera mun meira borð fyrir báru þegar seinni bylgjan kemur og því meiri líkur á heildina litið til að fá sóknarfærin, sem geta komið í ljós í samanburði við önnur lönd. 

Fyrir það bera að þakka öllum þeim, sem mest hefur mætt á, og manni skilst að hafi byrjað á fullu í byrjun desember við undirbúning varnaraðgerða.  


mbl.is Okkur fannst við öruggari hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband