Rafskutlur voru áberandi í gærkvöldi í miðbænum í Reykjavík, og á dögunum fletti síðuhafi upp á upplýsingum um þær á netinu, sem voru birtar í Bretlandi eftir reynsluferðir á þeim.
Einn helsti kostur þeirra er sá, að hægt er að brjóta þau saman og leggja í bíl. Skúturnar hafa nefnilega yfirleitt frekar stutt drægi, í mesta lagi 15-20 kílómetra, og henta því vel í blandaðri ferð á bíl, til dæmis rafbíi, með rafskutluna innanborðs.
Fyrir forvitni sakir var farið inn á netið fyrir nokkrum vikum til að kynna sér rafskutlur, sem einn af fjölmörgum innflutningsaðilum bauð upp á.
Sjá mátti á Yotube reynsluferðir á þeim, og var þar margt fróðlegt að sjá, þar sem nefndir voru helstu kostir og gallar hverrar gerðar.
Tvennt var það, sem helst var fundið að á fleiri en einni gerð:
1. Samskeytin á milli stýrisáss og stigbrettis á þeim stað þar sem losað er um festingu og stýrisásinn felldur um liðamót að stigbrettinu. Í einu tilfelli hafði sá, sem prófaði hjólið, átt það í heilt ár og var sjálfur búinn sjóða þessi samskeyti upp og styrkja þau verulega.
2. Hjólin eru ýmist með loftfylltum dekkjum eða með dekkjum, sem eru gúmmí í gegn. Í sumum tilfellum mæltu prófendur með því að skipta úr loftfylltum dekkum yfir í dekk, sem væru heil í gegn. Ástæðan var sú, að hjólin undir skutlunum eru svo lítil, að sífellt vofði yfir hætta á að sprengja dekk. Hægt væri að fá dekk með dúnmjúku gúmmíi, sem tækju loftfylltum dekkjum fram.
Innkalla skilyrðislaust 930 Enox-rafskútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hélt nú að þú Ómar, sem ert mikill íslenskumaður og ferð oft mikinn í þeim efnum, samþykktir ekki svona orðskrípi "skútur", en í þessari voluðu grein sem vitnar er í hjá þér, enru þessi HJÓL einmitt kölluð hjól og svo "skútur" sitt á hvað. -
Þær skútur sem eru þekkjanlegar í íslensku er oftar en ekki undir fullum seglum. - Það getur verið að þarna sé enn ein ambagan úr ensku þar sem þroska innflutningsaðila og síðan mbl.is, sé viðbrugðið, og metnaður að auki fyrir íslensku tungumáli sé einfaldlega...enginn.
Átti samt ekki von á þessu frá þér Ómar, að þú hleyptir þessu í gegn um málvöndunarsíu þína....en "verjan lak.."
Már Elíson, 23.5.2020 kl. 18:14
Ég nota hvergi heitið skútur í pistli mínum, og sá sem skrifaði hina tengdu frétt, spurði mig ekki eins eða neins þegar hann eða hún setti greinina niður á blað.
Ómar Ragnarsson, 24.5.2020 kl. 02:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.