24.5.2020 | 09:29
"Þau voru við." "Milljón er tala."
Allt þetta fólk.
Enginn er eins og neinn annar.
Öll þessi líf.
Allar þær sálir, sem endalaus fjölbreytni skannar.
7,7 milljarðar núlifandi jarðarbúa falla undir ofangreinda lýsingu.
Á þessu ári verða rétt 70 ár, síðan flugvélin Geysir fórst á Bárðarbungu og fór í spað.
Um borð voru sex manns og á nokkrum dögum urðu nöfn þeirra þjóðþekkt á þann hátt, að fyrir marga,sem þessa daga muna, eru þau öll enn í minni og slysið og einstæðir eftirmálar þess ljóslifandi.
Björgun bandarísku skíðaflugvélarinnar ofan af jöklinum er eitt af tíu atriðum, sem bandaríska tímaritið Readers Digest birti og taldi vera þau merkustu í sögu flugvélar, sem Eisenhower hershöfðingi nefndi sem eitt af helstu tækjunum, sem bandamenn notuðu til að vinna sigur í Heimsstyrjöldinni.
Nefna má eitt atriði í sögunni af Geysisslysinu, sem breyttist úr miklu áfalli í það að verða hluti af svonefndu Loftleiðaævintýri, sem einnig varð einstakt í þjóðarsögunni á sinn hátt.
Hugsanlega hefði Geysisslysið ekki greypst á jafn árhifaríkan hátt í þjóðarvitundina, ef hundruð manna hefðu verið um borð.
Ein ástæðan, burtséð frá óvenjulegum aðstæðum, gæti verið sú, að þau voru hæfilega mörg; sex að tölu. Þar með gátu allir tengt sig við þau persónulega; "þau voru við" eins og sagt er í COVID-19 grein um hina dánu í þeim faraldri.
Þessi orð eru höfð eftir Jósep Stalín: "Að drepa einn mann er morð. Að drepa milljón manns er tala."
Grimmileg orð en lýsa því fyrirbæri þegar ógnarhá tala verður að persónulausum massa.
Hliðstæða þess, að þegar myndirnar birtust eftir stríðið af hrikalegum haugum fórnarlamba Helfararinnar, voru þær áhrifamiklar.
En þegar gerð var sjónvarpsþáttaröð þremur áratugum síðar um eina fjölskyldu, sem lenti í helförinni varð hún miklu áhrifameiri.
"Þau voru við."
Listi yfir látna á forsíðu: Ólýsanlegur missir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Er þetta málskilningur þinn?
ómetanlegur > óbætanlegur
ómetanlegur er haft um happ eða eitthvað það jákvætt
sem ekki verður metið til fjár.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.5.2020 kl. 09:47
Auswitch og Birkenau fangabúðirnar draga að sér milljónir gesta. Ungu kynslóðirnar eru áhugasamar um að kynna sér ástandið eins og það var. Helförin er minnisvarði um skipulögð fjöldamorð sem halda áfram að vera til þegar Kórónuveiran er að mestu gleymd. Angela Merkel kanslari Þýskaland heimsótti í fyrsta skipti búðirnar síðastliðið haust. Kanslarinn sendi í farmhaldi miljón evra til að styrkja viðhald búðanna og halda uppi minningunni sem hún sagði að ekki mættu gleymast. Í Evrópu er mikilvægt að styrkja eininguna, þar sem tvær heimstyrjaldir verða á einni öld.
Dánartala í Bandaríkjunum er há vegna Kórónuveirunnar, en þó ekki jafn há tiltölulega og í mörgum Evrópuríkjum.
Sigurður Antonsson, 24.5.2020 kl. 10:57
Orðið ómetanlegur hefur alla tíð verið aðeins í jákvæðri merkingu í mínum málskilningi.
Hafi einhvern tíma verið hægt að finna að því að ég notaði þetta orð á annan hátt, hafa það verið mistök.
Ómar Ragnarsson, 24.5.2020 kl. 20:37
Hafi einhver íslenskur forseti haft yfirburða vald á íslensku máli, var það líklega Kristján Eldjárn.
Þó gerði hann ein mistök, sem honum fyrirgafst, en það var þegar hann kom til Vestmannaeyja eftir gosið, leit yfir öskugráan bæinn þar sem byrjað var að ryðja til og hefja endurreisnarstarf og sagði að þetta væri skemmtilegt að sjá.
Ómar Ragnarsson, 24.5.2020 kl. 20:40
Þeir forsetar sem komið hafa á eftir Kristjáni Eldjárn hafa ekki komist í hálfkvisti við hann. Né heldur þeir útvarpsstjórar sem verið hafa eftir Andrés Björnsson.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2020 kl. 22:55
Ég reyni að viðhalda fallegri setningu, sem Kristján notaði í staðinn fyrir að segja "að taka sénsinn":
"Það verður að arka að auðnu."
Ómar Ragnarsson, 24.5.2020 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.