31.5.2020 | 22:14
Lausnin í flugvélum verður að ráða við "bylgjur" af farsóttum.
Þegar árásirnar voru gerðar á New York og Washington 11. september 2001 óttuðust margir, að einu lausnirar til að koma í veg fyrir hryðjuverk í fælust í svo rótttækum breytingum, að það myndi þýða stórfelldan samdrátt í flugi.
Jafnvel myndi flugið skiptast í tvennt; annars vegar flutningur fólks án farangurs, og hins vegar sérstakar flugvélar með farangurinn eingöngu.
Þetta gerðist ekki; það fundust tæknilegar lausnir sem hafa dugað í tvo áratugi.
Öðru máli kann að gegna um smitandi farsóttir, vegna þess hvernig flest úrræðin draga stórlega úr flutningsgetu þotnanna og afkastagetunni í flugstöðvunum.
Afleiðingin verði svo stórfelld hækkun flugfargjalda, að ferðaþjónustan á alþjóðavísu muni ekki bera sitt barr.
Þar að auki er það augljóslegur ókostur, að enginn veit hvenær og hvernig seinni "bylgjur" farsótta eða nýjar tegundir skella yfir.
Því verði öruggar lausnir að bjóða upp á sveigjanleika, sem komi í veg fyrir stórfelldar sveiflur af völdum smitandi drepsótta.
Bylgjur og sveiflur eru það versta, því að það er svo seinlegt að bregðast við, einkum við að aflétta hömlum.
En reynslan sýrir líka, að hugkvæmni og tækni mannsins eru oft fá takmörk sett þegar allir leggjast á eitt, og að ekki skuli afskrifa neitt í því efni. Bara spurning um hvenær og hvernig.
Verða flugsæti framtíðarinnar svona? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eigi maður að ferðasr svona, ferðast enginn.
Er ekki umræðan komin í algerar ógöngur? Spár og spekúlasjónir um flugvélar framtíðarinnar og annað rugl.
Vel má vera að þetta sé framtíðin. Sé þetta hún er ferðamannabransinn dauður.
Það nennir enginn að standa í svona rugli.
Ferðumst heima og innanlands.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 1.6.2020 kl. 02:19
Kallar tíðni farsótta á einhverjar verulegar breytingar þeirra vegna?
Vagn (IP-tala skráð) 1.6.2020 kl. 02:21
Í mínu ungdæmi létu allir, sem fóru til útlanda, sig hafa það að sigla dögum saman. Og fyrstu ár millilandaflugs Íslendinga tók það tíu klukkustundir plús millilendingu að fljúga til sólarstranda.
Ómar Ragnarsson, 1.6.2020 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.