1.6.2020 | 11:05
Gersamlega einstök.
Viktoría Bretadrottning þótti einstök á 19. öldinni þegar breska heimsveldið náði hringinn í kringum hnöttinn og sólin settist þar aldrei.
En enda þótt þetta einstæða veldi sé löngu komið úr beinni stjórn frá London og nýlendurnar orðnar sjálfstæð ríki, er embættistíð Elisabetar annarrar orðin gersamlega einstök og dýrmæt, sem og öll framganga hennar; lýsandi fyrirmynd fyrir hina ört stækkandi elstu kynslóð jarðarbúa.
Elísabet Bretadrottning á fleygiferð á hestbaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með þennan þjóðhöfðingja þá þurfa bretar ekki á ESB að halda og geta farið áhyggjulausir út í gegnum Brexit útgönguhliðið í frelsið
Grímur (IP-tala skráð) 1.6.2020 kl. 11:21
Svolítið merkilegt að drottingar breskra gleymast síður en kóngarnir. Elísabet 1., Viktoría og Elísabet 2. Aðeins hinn alræmdi Hinrik 8. kemst með tærnar þar sem þær hafa hælana... :)
Kolbrún Hilmars, 1.6.2020 kl. 11:48
Anna Stuart var fyrsta drottning Stóra Bretlands 1707.
Sagt er að hún hafi orðið átján sinnum barnshafandi. Hún eignðist fimm börn á lífi, fjögur þeirra dóu innan tveggja ára. William, einkasonur hennar, dó þegar hann var ellefu ára.
Eftir dauða Önnu drottningar, 1714, settist Hannover ættin á konungsstól í Bretlandi og situr þar enn í dag.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 1.6.2020 kl. 15:27
Það er lögmálið um hið sjaldgæfa sem hefur áhrif á það hvað er í minnum haft.
Það er auðveldara að muna nöfn þriggja drottninga en nöfn tuga kónga.
"Þið munið hann Jörund" en síður nafnarunur Kristjánanna og Friðrikanna sem voru kóngar yfir Íslandi.
Ómar Ragnarsson, 1.6.2020 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.