Oftast tveir árekstraraðilar. 3 helstu orsakir slysa: Ölvun, óvarið höfuð og ökklar.

Síðuhafi hefur stundum verið spurður að því, af hverju hann noti jafn stóran hjálm og hann gerir. "Þú þarft ekki svona stóran hjálm á reiðhjóli" er oft sagt. Náttfari í Elliðaárdal

Svarið við því er einfalt: Aðilar að árekstrum eru oftast tveir, ekki satt? Og í flestum tilfellum ræður maður því ekki hvort maður lendir í árekstri við Yaris eða stóran vöruflutngabíl." 

Og almennilegur, lokaður hjálmur, veitir áberandi meiri vörn fyrir höfuð og andlit en léttur, opinn hjálmur. 

Eftirfarandi listi er athyglisverður yfir ástæður fyrir banaslysum eða alvarlegum slysum á hjólafólki:   

1. Ölvun eða víma, 50 prósent af stórslysunum, meira en tvöfalt hærri tala en á bílum. 

2. Ekki notaður fullnægjandi hlífðarhjálmur. DSC08838

3. Ekki notaðir vélhjólaklossar/stígvél með ökklavörn. Ökklabrot eru algengust beinbrota og eru oftast langverst viðureignar. 

Ef þetta þrennt er fyrir hendi; edrúmennskka, hjálmur, vélhjólaklossar,  ásamt aðalreglunni, að hjólafólk hegði sér í umferðinni sem líkast því sem það sé ósýnilegt, er ekkert meiri slysahætta við að vera hjóli heldur en á bíl. 


mbl.is Svona ferðastu á hjóli með stíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband