Tvær tölur; fjöldi smita og dauðsfalla, ráða öllu.

Þegar rætt er um kórónaveirusmit og dauðföll hefur oft vilja gleymast, að smit berast ekki bara aðra leiðina á milli tveggja manneskja, heldur liggur möguleikinn í báðum smitleiðunum, fram og til baka. 

Þótt ekkert smitt hafi greinst hér á landi í viku er of snemmt að fagna algerum sigri og opnun fyrir fullan ferðamannastraum til landsins ef ferðamannaleiðirnar fram og til baka liggja til og frá löndum þar sem veikin náði meiri útbreiðslu en hér og er enn í gangi. 

Svíar gjalda þess nú að hafa hleypt veikinni svo langt með sinni sérsænsku stefnu, að land þeirra er í raun  að mestu lokað á meðan smit og dauðföll eru þar enn í gangi. 

Og ef eitthvert Norðurlandanna opnar fyrir flug til Svíþjóðar á undan hinum Norðurlöndunum, getur komið upp sá möguleiki að sænskt smit berist til okkar í gegnum það land. 

Hvern hefði órað fyrir því fyrir fjórum mánuðum að tvær, að því er virðist, sakleysislegar tölur, fjöldi smita og fjöldi dauðsfalla réðu nánast einar úrslitum um efnahag og þjóðlíf einstakra þjóða? 


mbl.is Allir velkomnir nema Svíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband