17.6.2020 | 16:07
Tilhneigingin til að nota sjóði í annað en það sem þeim var ætlað.
Fyrir löngu er komin hefð á það hátterni þeirra, sem hafa yfir opinberum sjóðum og fjárveitingum að ráða, að nota þá til annars en þeir voru stofnaðir til og lofað var að nota þá til.
Undir það gat heyrt að leita bestu leiða til að ávaxta lífeyrisféð. En nú virðist hætta á að frekar verði leitað leiðar til að fjármagna björgunaraðgerðir fyrir einkafyrirtæki.
Þegar Ofanflóðasjóður svar stofnaður fögnuðu íbúar á flóðasvæðunum þeirri sjálfsögðu og þörfu fjárfestingu.
En síðan liðu árin og æ stærri hluti af sjóðnum var notaður í allt annað.
Það þurfti nýtt snjóflóð á Flateyri til að koma hreyfingu á það mál að hætta flutningum á milljörðum úr þessum sjóði til allt annarra verka.
Í kjarasamningum í hálfa öld hafa málefni lífeyrissjóðanna verið ofarlega á baugi í stjórnmálum og kjaradeilum.
Vöxtur og viðgangur sjóðanna hefur byggst á þeirri trú aðilanna að þeim, að þeir verði notaðir í einu skyni og engu öðru; að tryggja sæm skást kjör lífeyrisþega. Og hvað ávöxtun varðaði að leita alltaf öruggustu og tryggustu leiða,,
En frá aldamótunum síðustu hafa stjórnmálamenn hamast við að skerða þessi kjör með ýmsum ráðum og í raun rænt stórum hluta lífeyrisins, sem launþegar og atvinnurekendur héldu að þeir væru að borga eingöngu til framfæris fyrir lífeyrisþega.
Í Hruninu kom upp einbeittur vilji hjá ráðamönnum til þess að seilast í lífeyrissjóðina og nota þá til að borga allt annað en þeir voru ætlaðir til.
Ef nú á að nota lífeyrissjóðina til að borga gjaldþrot og hugsanlegan taprekstur flugfélags, virðist vera vilji til að hinn gamli draugur verði enn vakinn upp.
Sporin hræða nefnilega.
Sjóðirnir í myrkri með Icelandair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki eina ráðið að það séu þeir sem eiga fjármagnið í sjóðunum þ.e.a.s lífeyrisþegar ráði alfarið yfir sjóðunum en ekki atvinnurekendur eins og er í dag meðan þeir hafa puttana í þessu verður ætið sett fjármagn í glötuð fyrirtæki,sjóðirnir áttu í upphafi að vera viðbót við ellilífeyrinn en ráðamenn eru búnir að seilast í þetta með skerðingum á fjármagni frá Tryggingarstofnun til ellilífeyrisþega .Svona er Ísland í dag,vonandi tekst gráa hernum að hræra upp í kerfinu með málaferlunum.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 17.6.2020 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.