Orkuskipti - útskipti - koma svo! Reynsluakstur á rafhjóli.

Það eru oftast tvær hliðar á áföllum á borð við COVID-19, og snýr önnur þeirra að því að læra af reynslunni og nýta sér hana og nýja sýn til endurskoðunar og úrbóta. 

Verkefnið Upplifðu Ísland!, átak til að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands, er þarft og hefði líklega ekki orðið til nema vegna áhrifa COVID-19. DSC08844

Fleira má gera í þessum dúr, og skal hér nefnt lítið dæmi um slíkt. 

Allt frá innleiðingu bílaaldar á Íslandi hefur heildarmynd ferðalaga og samgangna verið nokkuð einföld og að yfirgnæfandi leyti verið fólgin í notkun einkabíls í því skyni. 

En nýjar áskoranir í orkunýtingu kalla á nýja möguleika og nýjar lausnir. Næsta samfelld og hröð breyting og bylting ef þar í gangi. 

Aðeins nokkur ár eru síðan hugvitssamir menn þróuðu rafknúin hlaupahjól og reyndu að vekja athygli á notagildi þeirra, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Náttfari við Engimýri

Á þeim tíma hefðu menn látið segja sér það tvisvar, að aðeins fimm árum síðar yrðu rafhlaupahjólin seld í þúsunda tali. 

Þau eru lægsta þrep rafknúinna farartækja, en næst fyrir ofan þau koma rafreiðhjólin, sem líka eru í mikilli sókn og framþróun. 

2015 var framkvæmd aðgerðin "Orkuskipti - koma svo!" þar sem með því að fara á slíku hjóli fyrir raforku þess eins tæki innan við tvo sólarhringa að fara um 430 km leið (fyrir Hvalfjörð) til Reykjavíkur og borga aðeins 115 krónur fyrir innlenda, endurnýjanlega orku. Í upphafi ferðar var sett met, hvað varðaði það að komast 159 kílómetra á einni hleðslu. Orkueyðslan var aðeins 0,3 krónur á hvern kílómetra. Super Soco CUx opið 

Næsta þrep fyrir ofan rafreiðhjólin eru rafknúin hjól í flokki 1, sem samsvara bensínknúnum hjólum með 50 cc hreyfli, hafa 25 km/klst hámarkshraða, til nota á hjólastígum en tryggingaskyld. 

Fjórða þrepið eru síðan rafkúnin hjól af sömu stærð, sem hafa 45km/klst leyfilegan hámarkshraða, eru tryggingaskyld, en mega ekki vera á hjólastígum og gangstéttum. 

Í fimm ár hafa hjól í þessum flokki með útskiptanlegum rafhlöðum rutt sér til rúms í rólegheitunum, en ekki verið flutt til Íslands. Gogoro

Hér fyrir ofan er mynd af Super Soco LUx, þar sem rafhlaðan hefur verið tekin út úr hólfi sínu í miðjunni og sett í samband í venjulegri innstungu í íbúðarhúsi. 

Hér á síðunni hefur margsinnis verið greint frá þeirri miklu byltingu sem fylgir því að geta skipt út rafhlöðum á rafknúnum farartækjum í stað þess að þau séu bundin sjálf við hraðhleðslustaði. 

Ekið að sérstökum skiptikössum og skipt út á nokkrum sekúndum, svo sem í Gogoro-kerfinu á Tævan eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Sú mótbára að miklu þurrara veður sé á Tævan en Íslandi, gildir ekki, því að ársúrkoma í höfuðborginni Tæpei er fjórum sinnum meiri en í Reykjavík. Super Soco Cux Hellisheiði-Skála fell. 

Og loksins núna er byrjað að flytja rafknúin hjól inn af þessari gerð inn til Íslands, og hefur eitt slíkt verið tekið til reynsluaksturs að undanförnu sem undirbúningur að aðgerð, sem mætti kalla "Orkuskipti - útskipti - koma svo!" 

Hjólið er af gerðinni Super Soco LUx og selt í Elko eins og hvert annað rafmagnstæki ásamt tveimur öðrum gerðum af Super Soco rafhjólum. 

Nú er að baki tveggja vikna notkun, sem lofar afar góðu og gerir þetta hjól að aðalfarartækinu í notkun fjögurra þrepa af umverfismildum farartækja: Léttir, Djúpavogi

1. Rafreiðhjólið Náttfari. Orkueyðsla: 0,3 kr/km. Kostaði 250 þús.kr. nýtt. 

2. Rafknúna léttbifhjólið Léttfeti (Super Soco LUx). 45 km/klst hámarkshraði, orkueyðsla 0,8 kr/km. Kostar 265 þúsund kr. nýtt. 300 með stórum farangurskassa.  

3.  Léttbifhjólið Léttir (Honda PCX 125 cc) með 2,2 lítra bensíneyðslu á 100 km, orkueyðslu um 5 kr/km,  og 96 km/klst hámarkshraða. Kostar ca 600 þúsund kr. nýtt, en er 4 ára gamalt. 

4. Minnsti rafbíll landsins, Tazzari Zero, 90 km drægni og 90 km/klst hámarkshraði. Kostaði 2 millj. nýr, er 4 ára gamall. Orkueyðsla 2,8 kr/km. Sést við hliðina á Nissan Leaf á neðstu myndinni hér fyrir neðan. 

Orkueyðsla ódýrustu bílanna á markaðnum er í raunaðstæðum á Íslandi 10-12 krónur á ekinn kílómetra, þannig að orkusparnaður á rafbílunum er margfaldur. Léttfeti, Super Soco TX og Léttir.

Enn margfaldari verður hann ef um bifhjól er að ræða, meira en tvöfaldur á bensínvespuhjólinu og allt að 15 faldur á rafknúnu léttbifhjóli. 

Í aðgerðinni "Orkunýtni -  koma svo!" 2016 kostaði bensínið frá Reykjavík til Akureyrar 1900 krónúr og 6400 krónur allan hringveginn, sem var farinn á rúmum sólarhring. 

Vegna þess að 125 cc hjólið er tíu sinnum ódýrara, tíu sinnum léttara og margfalt einfaldara en bíll, verður kolefnissporið við að kaupa slíkt farartæki og taka á sig afföll, auk sporsins við að framleiða það og farga, margfalt minna en á meðalstórum bíl.Super Soco TC

 Og að sama skapi vegur ekki lítið að orkueyðsla rafknúins hjóls skuli vera 8 sinnum lægri en af bensínknúnu hjóli. 

Á mynd, sem tekin var af upphafi fyrsta reynsluakstursins á Super Soco CUx, er það hjól lengst til vinstri á myndinni, í miðjunni rafknúið léttbifhjól af gerðinni Super Soco TC, (sjá mynd af því hér við hliðina) og lengst til hægri er bensínknúnið léttbifhjól af gerðinni Honda PCX 125 cc.

CUx hjólið er helmingi léttara en Hondan, 20 sm styttra og 15 sm mjórra, svo létt, lipurt og meðfærilegt, að unun er að umgangast það í borginni. Tæknilega séð væri hægt að aka á því ef það er hreint og fágað í gegnum útidyrnar á venjulegri íbúðablokk, inn og út úr lyftunni, og ef í það færi, alla leið í gegnum íbúðardyr og inn í svefnherbergið! Léttfeti v. útidyr

Í mestöllum venjubundnum akstri er með skynsamlega valinni akstursleið hægt að fylgja umferðinni vandræðalaust.

Upptakið úr kyrrstöðu, til dæmis á gatnamótum, er lygilega snöggt, ca 6 sekúndur í 45km/klst, en rafhreyfillinn í afturhjólinu er 3,8 hestöfl, sem skila afli sínu eldsnöggt og beint, gagnstætt því sem er á bulluhreyflum.

Snerpan skilar sér í einstaklega skemmtilegum töktum í borgarumferðinni og hjólið er tvöfalt fljótara á milli staða en rafreiðhjól.

Ef leita á að einhverjum galla kemur hann í ljós ef ekið er eftir akbrautum með meira en 60 km hámarkshraða, einkum þar sem 80 km hraði er leyfður og ökumaður hjólsins verður að hafa mikinn vara á sér við að fylgjast með umferð bíla sem fara fram úr. Á móti kemur, að vegna þess hve nett hjólið er, þarf það ótrúlega lítið pláss og smýgur vel á jöðrum og vegöxlum. 

DSC08838

Þess vegna er lélegt ástand vegaxla bagalegt og lýsir skilningsleysi, því að góð vegöxl er mikið og gott öryggisatriði sem liðkar fyrir skynsamlegu flæði í umferðinni.  

Hægt er að gera hjólið að ígildi 125 cc bensínhjóls og skrá það sem slíkt, með 65 km/klst hámarkshraða, en þá verða tryggingar dýrari og þarf aukin ökuréttindi. 

En þessi möguleiki er vel þess virði að skoða hann, því að munurinn á 45 og 65 km hraða við aðstæður í borgarumferð er sláandi mikill og breytir talsvert eðli akstursins. 

Mjó dekk á 12 tommu felgunum gerir hjólið afar lipurt, en dregur úr ökuhæfni þess á grófum vegum. 

En í borgarumferðinni er þetta hjól hreinn draumur, þýtur hljóðlaust áfram og hefur mikla snerpu og lipurð.  DSC08898

Munurinn á þessu vespuhjóli og stærra hjóli í þjóðvegaferð fannst hins í tveimur aðskildum vélhjólaferðum, austur í Hveragerði og til baka án hleðslu á 45 km/klst meðalharða á CUx, en síðan í ferð á Honda PCX fram og til baka til Blönduóss á einu síðdegi. Það hjól var bæðí stöðugra og þægilegra í slíkri langferð, þar sem stærri 14 tommu felguhjól og lengra hjólhaf nutu sín. 

Myndin er tekin við Staðarskála.  

Það er galli við rafknúnu léttbifhjólin, að það mikið rými fer handa rafhlöðunni, að lítið sem ekkert rými er fyrir handfarangur eða smærri hluti eins og er á bensínknúnum vespulaga hjólum. Super Soco. Rafhlaða í.

Jafnvel minnstu 125 cc bensínhjólin eru með 20 til 30 lítra farangursrými undir ökumanni, rými, sem fer rafhlöðuna á rafhjólunum. 

Hönnuðir CUx fá þó prik fyrir það að hafa heldur stærra hanskahólf undir stýrinu en venja  er á vespulaga hjólum, svo að þar er hægt að geyma litlar myndavélar, farsíma, flöskkur eða annað smálegt. 

Sjá mynd neðar á síðunni. 

Kostir þessa rafhjóls eru miklir, eins og sést af ofanskráðu, einkum hið firna lága söluverð, 300 þúsund með farangurskassa á sama tíma sem verð á sumum rafreiðhjólum er allt að 700 þúsund. Super Soco kassi fullur

Enn stærri kostur er hlægilega lágt orkuverð, brot af því sem er á sambærilegum bensínhjólum. 

 

Góður farangurskassi er því atriði, sem verður að mæla sterklega með. 

Það er líka enn nauðsynlegra að hafa slíkan kassa, ef splæst er í auka rafhlöðu til að koma fyrir í honum á ferðalögum og auka þar með drægið úr 45 kílómetrum upp í 90 kílómetra. 

Lága verðið og léttleikinn koma hins vegar sem mínus ef þetta hjól er notað í miklu hraðari umferð á stofnbrautum og þjóðvegum. DSC08841

Útskiptanlegar rafhlöður eru hins stórkostlegar umbætur, einkum þegar þess er gætt, að stóraukin loftmótstaða með auknum hraða dregur stórlega úr drægi rafknúinna hjóla, hlutfallslega miklu meira en á rafbílum vegna þess að þeir njóta þess að vera straumlínulagaðri en sitjandi maður. 

Þétt net skiptikassa á Tævan eyðir þessum ókosti hjólanna að mestu og ef slíkt kerfi eða þjónusta kemur hér á landi, skapar þessi lausn yfirburði; innan við 10 sekúndur að skipta rafhlöðunum út!

Já, orkuskipti - útskipti - koma svo. Super Soco CPx

Fiat verksmiðjurnar hafa sýnt tilraunabílinn Centivento, sem er þannig gerður að hann er með útskiptanlegar rafhlöður, sem sérstakt skiptikerfi á sérhönnuðum skiptistöðum skiptir út á staðnum á fimm mínútum!  Og það þótt rafhlöðurnar séu alls hálft tonn! 

Það er kannski fjarlægur draumur, en ef fjárráð eru fyrir að stækka við sig upp úr CUx hjólinu, er komið á markað erlendis Super Soco CPx, sem nær 90 km hraða, fer 90 km á hleðslunni og er glæsilegt ferðahjól með vespulagi; slík hjól kallast sófaskútur (sofa scooter) á erlendum málum og bjóða upp á mikil þægindi. tazzari_og_nissan_leaf

Miðað við uppgefið verð erlendis gæti svona hjól kostað 7-800 þúsund krónur hér á Klakanum og er auðvitað í talsvert öðrum klassa en CUx, eintakið sem hér hefur verið sagt frá og ætti að fá viðeigandi viðurnefni: Léttfeti.  Síðan er rétt að benda á hjólið Super Soco TC Max, sem er líka hraðskreitt og öflugt en mun minna og eitthvað ódýrara en CPx. 

 

 

   

 

 


mbl.is Hleyptu af stað hringferð um landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband