COVID-19 áhrifin smjúga víða.

Áhrifin af COVID-19 koma mishratt fram og eiga líklega eftir að breiðast víðar og harkalegar út. 

16 prósent samdráttur í sölu sjávarafurða er grafalvarlegt mál og má nefna tvær ástæðut þess. 

Í fyrsta lagi hefur það verið von manna að góð staða útvegsins, mikil samkeppnishæfni og löng hefð hans gæti myndað góða viðspyrnu þegar svo margt annað hefur orðið illa úti. 

Í annan stað er 16 prósent minnkun alvarleg tala vegna þess að hún er svona há þrátt fyrir lækkun krónunnar. 

Því miður varð hrunið í þjónustu við erlenda ferðamenn strax í upphafi faraldursins, en óvissan varðandi vaxandi áhrif veikinnar á öðrum sviðum þjóðlífs og efnahagslífs er öll á aðra hliðina; ekki spurning um hvort, heldur hve mikið og hve víða. 


mbl.is Útflutningsverðmæti sjávarafurða dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband