Yfirlætislaus frétt um snúið mál.

Í útvarpsfréttum fyrir nokkrum dögum var sagt frá hugmyndum um að hafa sama tímann á klukkunni á öllum Norðurlöndum, þannig að Íslendingar og Finnar yrðu þar með sama tímann á klukkunni og Danir, Norðmenn og Svíar. 

Þetta yrði mesta breytingin fyrir okkur Íslendinga, því hjá okkur er hádegið þegar allt að 1 klst og 40 mínútum of seint í mesta skammdeginu, og mynd verða enn seinna, klukkan 14:40 eða tuttugu mínútum fyrir þrjú. 

Þetta er nú svo sem ekkert skollið á ennþá, en þarf að skoða vel allar hliðar málsins. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er þá gert ráð fyrir að hætta að nota sumar og vetrartíma á hinum norðurlöndunum og staðla klukkuna allt árið fyrir öll norðurlöndin? 
Verst að sólin fer sínu fram eftir sem áður...

Kolbrún Hilmars, 5.7.2020 kl. 13:26

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er frekar heimskuleg hugmynd. Væntanlega afrakstur af norrænu samstarfi. Þeir sem sitja í nefndum og ráðum þurfa auðvitað að koma með einhverjar hugmyndir til að reyna að réttlæta fjárausturinn í nefndirnar og ráðin. Og þá verða heimskulegar hugmyndir til.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.7.2020 kl. 19:14

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þar sem að snjallir menn skiptu jörðinni niður í lengdar og breiddar gráður og síðar fundu snjallir leið til að staðsetja skip eftir þessum gráðum, þá held ég að ekki sé ó vitlaust að Ísland sé staðsett með sama hætti, en þá þarf rétta klukku.

Það hefur verið sagt að klukkan sé vitlaus þegar hún sínir ekki réttan tíma, og þarmeð má segja um þá sem vilja hafa klukkuna vitlausa hljóti að vera vitlausir sjálfir, eða hvaða tilgangi þjónar það að hafa klukkuna vitlausa?

 

Heyrst hefur að sumir telji að rétt klukka standi börnum og atvinnulífi fyrir þrifum, en þessir sumir þurfa að rökstyðja mál sitt með betri rökum en þeir hafa notað hingað til. Klukkan á að vera rétt því að annars er hún vitlaus. En hvað rétta klukkan á að vera þegar skólar hefjast, það verða til þess hæfir að segja til um.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.7.2020 kl. 21:22

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það að hafa sama tíma á öllum norður löndunum er ekki þess vert að eiða í andartaks hugsun, hvað þá meiru og als ekki hleypa svona vitleysu inn á alþingi, nóg er þar fyrir slíku þvaðri.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.7.2020 kl. 21:56

5 identicon

Það undarlega við þetta tímaflakk allt er að hádegi var um kl 15 fram að fjórtándu öld. Þá var sól í hæsta punkti að segja forfeðrum okkar að dagurinn væri hálfnaður. Að hafa miðjan dag, sól í hæsta punkti, kl 12 er því tiltölulega ný breyting. Og ef líkamsklukkan stjórnast af sólargangi þá væri eðlilegast að sól væri í hæsta punkti kl 15 eins og hún var megnið af sögu mannkyns meðan við létum stjórnast af sólargangi. Að breyta þannig að sól sé hæst klukkan 12 stríðir því gegn þeirri líkamsklukku sem stjórnast af sólargangi, sé hún til.

Vagn (IP-tala skráð) 6.7.2020 kl. 20:46

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Væntanlega best að hafa bara hádegi á miðnætti. Þá eru menn drukknastir og hressastir yfirleitt!

Þorsteinn Siglaugsson, 6.7.2020 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband