6.7.2020 | 09:49
Skiljanleg útgáfa My Hometown komin. Líkt og Bjössi og Sjana í den.
Heyrði útundan mér á ferðalagi í morgun lagið Húsavík- My Hometown úr Eurovision Song Contest spilað á Rás 2 með íslenskri söngkonu sem býr í Englandi, ef rétt var heyrt.
Vel sungið og farið skýrt og vel með textann.
Þetta er fróðlegt í kjölfar umræðunnar um það hve erfitt sé að skilja sumt í myndinni, þar á meðal söngtexta.
Það er svo sem fjarri því að vera nýtt fyrirbæri að keppst sé við að syngja vinsæl lög til vinsælda hér á landi, og má sem dæmi nefna erlenda lagið Poppa Piccolino, sem ítalski stórsöngvarinn Benjamino Gigli kom efst á vinsældalista víða um lönd upp úr 1950, meðal annars hér á landi.
Fyrr en varði sungu Haukur Morthens og Svavar Lárusson lagið með íslenskum textum inn á plötur og kepptu um vinsældirnar heilt sumar.
Haukur söng um Bjössa á Mjólkurbílnum en Svavar um Sjönu síldarkokk. Haukur hafði betur, en höfundur texta gat vel við unað, hvernig, sem fór, því hann var einn og sami maðurinn, Loftur Guðmundsson !
Husavik og Ja Ja Ding Dong í eyrum landsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.