Fáum við einhverja mola af borðum?

Þegar frétt, sem lætur næsta lítið yfir sér á fréttamiðum, um væntanlegt bóluefni gegn kórónuveirunni er lesin, sést, að í raun hefur Bandaríkjastjórn tryggt sér bóluefni sem myndi nægja fyrir nær tvöfalt fleiri en nemur öllum íbúafjölda Bandaríkjanna.

Hundrað milljónir skammta strax og 500 milljónir í framhaldi af því.  Sem þýðir þá hugsanlega, að þegar búið verði að bólusetja alla íbúa Bandaríkjanna, haldi Kanarnir eftir hjá sér birgðum fyrir álíka marga í viðbót. 

Og þá er spurningin hvort og þá hvað íslensk yfirvöld hafi gert í þessum efnum, því að sagt er í fréttinni að Bretar fylgi fast á eftir. Ólíklegt er að hið þyska fyrirtæki Biontech, sem neft sem annar framleiðandi bóluefnisins,  muni láta Þjóðverja fara varhluta af þessu bóluefni og sú spurning vaknar því hvort örþjóð eins og Íslendingar lendi ekki aftarlega á merinni, fái einhverja mola af borðum. 

Hvað þá Kínverjar, úr því að nú þegar er búið að lýsa yfir lokun ræðismannsskrifstofu þeirra í Houston í Texas, sem sökuð er um að hafa náð sér í upplýsingar um bóluefnið. 

Þessi fordæmalitla lokun er liður í stigmögnun átaka milli Kína og Bandaríkjamanna, sem fréttir berast daglega af um þessar mundir og Trump hefur sjálfur lýst yfir að sé hluti af styrjöld, sem Kínverjar hafi hrundið af stað með því að framleiða drepsóttarveiru, sem hefði þann eina tilgang að koma í veg fyrir endurkjör hans.  

Þess má geta, að sýn Trumps á hættulega óvini Bandaríkjanna er ekki ný, heldur hefur bókhald hans alla tíð falist í þvi að halda lista yfir alla þá, sem eru meintir óvinir hans. 

Þessari sýn hélt hann ákaft fram í spjallþætti David Letterman fyrir síðustu aldamót, sem sjá hefur mátt upptöku af á netmiðlum. 

Þar dregur Trump upp ófagra mynd af glæpsamlegu athæfi Japana, sem hlunnfari og vinni gegn hagsmunum Bandaríkjanna af alefli.  


mbl.is Tryggja sér 100 milljónir skammta af bóluefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og Bretar hafa tryggt sér bóluefni sem nægir þreföldum íbúafjöldanum.

Þú reiknar með því að ein bólusetning nægi og að hún endist lengi. Aðrir hafa miðað við að bólusetja gæti þyrfti tvisvar og að bólusetningin virki ekki lengur en þrjá mánuði. Því rannsóknir hafa leitt í ljós að vægar sýkingar hafa ekki skilað sterku ónæmi og hjá þeim sem sýktust í upphafi er ekki lengur mótefni að finna í blóðinu. Óvissan er mikil og þá er betra að panta of mikið en of lítið.

Vagn (IP-tala skráð) 22.7.2020 kl. 15:10

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, þú ert farinn að hljóma eins og gaurinn forðum, sem endaði allar sínar ræður á "Svo legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði".
Trump var ekki ráðamaður nema í viðskiptum fyrir síðustu aldamót, þegar japanir voru mjög, og jafnvel um of,  áhrifamiklir í viðskiptum vestra.

Kolbrún Hilmars, 22.7.2020 kl. 16:14

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tölurnar tala sínu máli, Kolbrún.  Síðan 9. júlí, eða í 13 daga hef ég skrifað alls 31  bloggpistil og aðeins tvisvar minnst á Trump.  

Hvernig geturðu fundið út að ég "endi allar mínar ræður"´á því að tala um Trump? Í 2 pistlum af 31? 

Maðurinn fer hamförum í opinberum yfirlýsingum daglega og elskar það að koma sér í helstu fréttir allra fjölmiðla heims jafnvel oft á dag. 

Það er dauðans alvara þegar leiðtogi öflugasta lýðræðisríkis heims fullyrðir að Kínverjar hafi vísvitandi búið til kórónaveiruna til þess eins að klekkja á sér og koma í veg fyrir endurkjör. Af hverju má ekki vitna í þessi orð hans og þau orð, að dánartíðni í Bandaríkjunum sé sú lægsta í heimi?  

Ómar Ragnarsson, 22.7.2020 kl. 20:37

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Biðst afsökunar á ónákvæmninni, en þetta átti nú að vera glens.  Er orðin svolítið þreytt á því að lesa hitt og þetta um þennan forseta í bloggum og á FB,auk heimsfréttanna, sem óneitanlega sýnir þó velheppnaða auglýsingaherferð hans.

Kolbrún Hilmars, 23.7.2020 kl. 09:16

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

 Trump og Johnson eru að kaupa þetta magn til að flíta fyrir þróun og framleiðslu. Þeir eru kapítalistar og nota aðferðafræði sem þeir skilja. Hugo Chaverz er víst líka búin að panta bóluefni af ríkis apótekinu í Venesúela 

Guðmundur Jónsson, 24.7.2020 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband